Svölustu upphafsorðin

Í dag fékk ég í hendur glænýja bók eftir David Edgerton. Hún heitir: The Shock of the Old. Technology and Global History since 1900. Þetta er bók sem tekur stórt upp í sig. Hún boðar nýja gerð tæknisöguritunar, þar sem áherslan verði færð af sjálfu uppfinningaferlinu en þess í stað könnuð útbreiðsla og almenn notkun hverrar tækni.

Upphafsorð bókarinnar eru þau svölustu sem ég hef séð í fræðiriti:

Much of what is written on the history of technology is for boys of all ages. This book is a history for grown-ups of all genders.

Vá! Hvernig er hægt að vera svona svalur? Það er eiginlega ekki hægt að lesa þessar línur nema með aðstoð sneriltrommu til að slá á réttum stöðum.

Megi David Edgerton semja diss um Moggabloggið!

6 Responses to “Svölustu upphafsorðin”

 1. Silja Says:

  “all genders”? Nægir ekki að segja “both”? þó hann noti gender, þ.e. félagslegt kyn en ekki sex eða líffræðilegt kyn… treysti því að bókin upplýsi meira um þetta og þú segir okkur frá!

 2. Stefán Says:

  Neinei, “both sexes”, en “all genders”…

  Harðir póstmódernistar klikka ekki á þessu!

 3. Elías Says:

  Hvað með “… for boys of all genders.” ?

 4. Anna Jonna Says:

  Hljómar eins og þörf lesning. Höfundur hefði getað orðað þetta nákvæmar: This book is for grown ups of any gender. Eins og Silja Bára bendir á, er þetta staðhæfing um að félagsleg kyn séu fleiri en tvö, þó að ekkert bendi til þess, þó er ekki hægt að útiloka að framtíðarrannsóknir sýni fram á það.
  Ég er alveg sammála Stefáni, að eins og bókin er skrifuð er rosalega svalt að fullyrða út í loftið að félagslegt kyn sé ekki bara mengi með tveimur stökum, heldur mengi með heilu bili. Það er svalt en ekki nauðsynlega rétt.
  Boys of all genders er mótsögn, því orðin strákur og stelpa vísa í félagslegt kyn en ekki litninga eða serumstyrk vissra hormóna í líkamanum.

 5. Elba Foard Says:

  For me, your plan should start with identifying the cause of your weight gain or excess fat. That’s where the most appetite suppressing active ingredient, P57 can be found.

 6. accounts receivable funding Says:

  I Will have to visit again when my course load lets up – however I am getting your Feed so i could read your site offline. Thanks.

Leave a Reply