Hættið þessu væli

Eins og allir vita er ég í hópi þolinmóðari og umburðarlyndari manna. Eitt af því sem fer hins vegar óskaplega mikið í taugarnar á mér er þegar fólk kann ekki að reikna. Angi af því er tuðið yfir að Evrópusöngvakeppnin sé orðin að Austur-Evrópukeppni.

Auðvitað eru mörg Austur-Evrópulönd í úrslitakeppninni – enda eru svö mörg þátttökulönd frá Austur-Evrópu.

Ef skoðað er hlutfallið í úrslitakeppninni kemur í ljós að Austur-Evrópa er undirpresenteruð ef eitthvað er!

Eitt landsvæði sker sig þó úr. Fjögur af Norðurlöndunum fimm verða með í úrslitakeppninni annað kvöld. Það er 80%. Þetta er augljóslega galið hlutfall og ætti að kalla á umræður um það hvort ekki sé einhver meinsemd í keppnisfyrirkomulaginu sem hygli lögum frá Skandinavíu sérstaklega.

En nei – vegna þess að eitt Norðurlandanna fimm féll úr keppni, þannig að þau ná ekki 100% þátttökuhlutfalli í úrslitum, þá er þetta orðin Söngvakeppni Austur-Evrópu…

5 Responses to “Hættið þessu væli”

 1. Gisli Says:

  Frá hvaða löndum hafa sigurvegarar undanfarinna ára verið? Þetta er kannski einhver meinloka í mér en mér finnst A-Evrópuþjóðirnar vera svo margar í úrslitum og þá hugsa ég ekki bara um keppnina í ár þar sem Finnar blönduðu sér óvænt í slaginn.

 2. sk Says:

  Menn bara orðnir selfhating skandinavar.

 3. Nonni Says:

  Þetta er mjög sniðug umræða. Hafa norðurlöndin ekki alltaf kosið hvert annað í gegnum tíðina? Ég held það. Við getum ekkert kvartað yfir því að þetta sé orðin a- evrópsk keppni. Við erum búin að gera þetta sama í áratugi.

 4. Geir Says:

  Æji, hvernig nenna menn að blogga um þennan viðbjóð. Hvernig nenni ég að kommenta um þennan viðbjóð.

 5. Heiða Says:

  einhverntíman var mér kennt að norðurlöndin væru átta en ekki fimm…

  Er það ekki svindl að t.d Grænlengingar hafa aldrei verið með í þessari keppni?… ‘Eg væri til í að sjá það!