Bréfið til Observer

Í gær prufaði ég að slá sjálfum mér upp á Google (viðurkennið það – þið gerið það öll!) Þar rambaði ég inn á lesendabréf frá sjálfum mér birtist í íþróttakálfi sem fylgdi Osbserver mánaðarlega. Bréfið skrifaði ég í bríaríi og steingleymdi um leið og skeytið hafði farið af stað. Þar sem ég las Observer bara endrum og sinnum hafði ég aldrei hugmynd um að það hefði birst. En þetta má sem sagt lesa hér.

# # # # # # # # # # # # #

Friðarganga síðdegis. Jólin mín byrja aldrei fyrr en í göngunni eða hangikjötinu hjá ömmu og afa þar á eftir.

Jamm.

One Response to “Bréfið til Observer”

  1. Óli Gneisti Says:

    Egosurfing, been there, done that.