Geithafurinn

Eins og fram kemur hjá Steinunni þá mættum við um sexleytið á samkomu ásatrúarmanna í Öskjuhlíðinni. Þar var fórnað geit úr hálmi. Í fyrra var það hross úr krossviði – já, ég veit. Það vantar allt splatter í okkur heiðingja.

Óskaplega eru það nú alltaf fallegar athafnir þegar hópur fólks fer fjarri mannabústöðum og kveikir bál í myrkri og kulda. Allsherjargoðinn mælti fyrir heill goða og náttúruvætta og Jóhanna Harðardóttir fór með söguna um Frey og bónorð hans. Þessar samkomur eru margfalt skemmtilegri en fúla Þjóðkirkjurútínan sem alltaf er eins.

One Response to “Geithafurinn”

  1. Helga Says:

    Það eru fleiri sem brenna geitur á þessum árstíma en íslenskir ásatrúarmenn:

    http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=147&a=357717