Útvarpsmóment dagsins…

…er í boði Skonrokks.

Valtýr Björn segir ljóskubrandara sem hann fékk sendan frá vini sínum.

Brandarinn gengur út á ljósku sem fer í “Viltu vinna milljón”. Hún ýmist sleppir spurningum, spyr salinn, lætur taka burt svör eða hringir í vin. Spurningarnar eru meðal annars:

Hversu lengi stóð 100 ára stríðið? (Einn valkosturinn er – 100 ár)

Í hvaða landi voru Panama-hattarnir fundnir upp? (Einn valkosturinn er – Panama)

Hvað hét Georg VI að skírnarnafni? (Einn valkosturinn er – Georg)

Við hvaða dýr eru Kanaríeyjar kenndar? (Einn valkosturinn er – Kanarífuglar)

Valtýr endursegir brandarann í löngu máli og er að rifna af hlátri á meðan – híhí voða fyndið að ljóskan giski ekki á augljósu svörin… Hlustendur bíða eftir að pönslænið komi, þar sem Valtýri útskýri að ljóskan hafi ekki verið svo vitlaus – að þvert á það sem margir haldi séu Kanaríeyjar kenndar við hunda ekki kanarífugla; að 100 ára stríðið hafi í raun verið meira en 100 ár; að Panamahattarnir séu frá Kólumbíu o.s.frv.

…en nei! Valtýr lýkur brandaranum á að flissa yfir vitlausu ljóskunni sem ekkert viti. Tíhí, tíhí – 100 ára stríðið – hmm…. hvað skyldi það nú hafa staðið lengi? Tíhí… – Engin afkynning, ekkert!

Valtýr Björn klikkar ekki!

15 Responses to “Útvarpsmóment dagsins…”

 1. Óli Gneisti Says:

  og skírnarnafn Georgs VI var Albert…

  Glæsilegt.

 2. Sverrir Says:

  Brandarinn sem vinurinn sendi er augljóslega á kostnað Valtýs sem átti að hafa sig að fífli með því að fatta ekki djókið.

  Og auðvitað gekk það eftir.

 3. Flosi Says:

  Ótrúlegur moron. Painful. Sorglegt. Mann verkjar um allan líkamann er (ævin)Týri tekur til máls…

 4. Jósefína Says:

  Hvernig væri nú að þið strákarnir á netinu hættuð að níðast á minni máttar?

 5. Flosi Says:

  Ég upplifi nú þennan útvarpsþátt Týra sem versta níðingsverk…

 6. Elías Jón Says:

  Panamahattarnir eru reyndar upprunnir frá Ekvador en ekki Kólumbíu. Valtýr er sleipur gaur.

 7. jb Says:

  Það versta er að Hans Steinar er ennþá heimskari.

 8. Friðrik Says:

  Þessi þáttur er að mínu mati einn sá skemmtilegasti í útvarpinu. Ef ykkur “verkjar um allan líkamann” við að hlusta á hann hvernig væri þá bara að sleppa því. Ekki vera svona glötuð.

 9. db Says:

  og hundrað ára stríðið varði nú ekki í hundrað ár

  Flottur brandari þetta ;)

 10. Hilmar Says:

  Hundrað ára stríðið stóð í 116 ár á milli Englendinga og Frakka. Játvarður sendi þeim stríð á hendur minnir mig 1733.

 11. Játvarður Says:

  Stríð þetta sem menn tala mikið um og kalla 100 ára stríðið var nú ekki í 100 ár samfleitt, síður en svo. Það gekk á með hléum og er talið að á þessu tímabili, sem varði í rétt rúm 100 ár hafi einungis verið barist milli enskra og franskra í um 40 ár, þannig að það var um 60 ára friður. Má lýkja þessu við að henda fyrri og seinni heimstyrjöldinnu saman og kalla þær 30 ára stríðið mikla. Reyndar hefur geisað annað 30 ára stríð fyrr á öldum, en það er nú allt önnur ella.

 12. Elvar Says:

  Já æi er nú hálfpartinn sammála Jósefínu bara. Valtýr er kannski ekki sterkur á svellinu í slíkum fræðum, en nokkuð viss um að fæst venjulegt fólk hefur hugmynd um hvert Panamahattar rekja ættir sínar, eða við hvað Kanaríeyjar eru kenndar. Einnig liggur í augum uppi að sumir sem hér eru að commenta á þessa lygilegu heimsku mannsins hafa nú skellt sér á google svona rétt til að fara örugglega með rétt mál. Aðrir hafa sleppt því og falla því í gryfju, ekki kannski þá sömu og Valtýr en alveg við hliðina.

  Svo get ég ekki að því gert, en ég á rosalega erfitt með að taka menn alvarlega sem ekki geta skrifað þrjár til fjórar setningar án þess að þar sé að finna tvær til þrjár stafsetningarvillur.

 13. Birkir Says:

  Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um það hvort 100 ára stríðið stóð í 100 ár eða 116 ár, eða hvaðan Panama hattar eru komnir, né hvort Kanaríeyjar eru nefndar eftir kanarífuglum eða öfugt eða hvort þetta er með öllu ótengt.

  Hins vegar finnst mér Valtýr Björn ekki vera mjög áræðanlegur…

 14. Fellibylur Says:

  Ekki má fella sleggjudóma vegna ómerkilegrar stafsetningarvillu hér og þar. Þetta fjandans Y er hvort eð er alveg óþarft og mesta furða að það var ekki látið fjúka um leið og Zetan. Menn geta jú þjáðst af lesblindu t.d.

 15. Örn Úlfar Says:

  Mér barst eftirlíking af frumgerð brandarans

  Ljóskan tekur þátt í viltu vinna miljón

  Hér kemur fyrsta spurningin

  1 Hve langan tíma tók 100 ára stríðið

  a) 116

  b) 99

  c) 100

  d) 150

  Hún sat hjá í þessari spurningu

  2. Í hvaða landi er Panama hatturinn fundinn upp?

  a) Brasiilia

  b) Thili

  c) Panama

  d) Equador

  Ljóskan spyr salinn

  3.Í hvaða mánuði er Október-byltingarinnar minnst ?

  a) Janúar

  b) September

  c) Október

  d) Nóvember

  Ljóskan hringdi

  4. Hvert er skírnarnafn Georgs konungs VI?

  a) Albert

  b) Georg

  c) Manuel

  d) Robert

  Ljóskan tekur út tvö röng svör

  5. Eftir hvaða dýri eru Kanarí eyjar nefndar?

  a) Kanari fugl

  b) Kengúru

  c) Sel

  d) Rottu

  Ljóskan hætti

  Ef þú heldur að þú sért vitrari en ljóskan og hlærð að

  henni,

  Þá skaltu lesa réttu svörin að neðan

  1. 100 ára stríðið tók 116 ár, frá 1337 til 1453.

  2. Panama hatturinn var hannaður í Equador.

  3.Október biltingin er haldin 7.Nóvember

  4.Georg konungur VI hét Albert. 1936 skipti hann um nafn

  5.Kanari eyjar eru nefndar eftir sel Latneska nafnið

  Insukaria

  Canaria þýðir selseyjar.

  Svaraðu nú hver veit betur þú eða ljóskan?