Bloggorðin 10

1. bloggorð – Ópera:

Fórum í óperuna ásamt mömmu og pabba að sjá Happy End. Þetta var stórskemmtileg sýning og óhætt að mæla með henni, annars fer örugglega hver að verða síðastur að ná sumaróperunni. Þekkti annan hvern mann í salnum, þannig að þetta var mjög heimilislegt.

* * *

2. bloggor̡ РClinton:

Allt þusið um Clinton-heimsóknina minnti mig á klassískan aulabrandara úr leikþætti sem við Palli og Úlfur Eldjárn sömdum fyrir árshátíðarskemmtun í MR fyrir löngu. Þar komu mjög við sögu bandarísku forsetahjónin – þau Hill og Billegari Clinton.

Úlfur lék Billegari Clinton og spilaði á saxafón sem fullur var af logandi sígarettum. Mig minnir að salurinn hafi ekki allur náð upp í fyndnina…

* * *

3. bloggor̡ РHafnfir̡ingar:

Fjári var það vel af sér vikið hjá FH-ingum að leggja Dunfermline í Evrópukeppninni í gær. Útivallarsigrar íslenskra liða í keppninni eru afar fáir frá upphafi.

Glasgow-blaðið The Herald segir: Dunfermline crashed out of Europe last night as Scottish football’s integrity was given another kick in the teeth. Annað í umfjöllun blaðsins er í sama dúr.

* * *

4. bloggorð – Viský:

Valur og Laufey eru á leið til námsdvalar í Englandi. Fyrir vikið þurfti Valur að losa sig við þær viský-flöskur sem langt eru komnar og geymast því ekki. Áfengisskápur heimilisins að Mánagötu 24 er því í sögulegu hámarki í flöskum talið, þótt vínandamagnið sé ekki alveg í samræmi við það. Því fagna góðir menn.

* * *

5. bloggorð – Móðurafi:

Við Stebbi Hagalín fórum að velta fyrir okkur orðskrípunum móðurafi og móðuramma. Nú er móðurafi manns ekki afi-móður-manns, þetta orð er því rugl. Hvers vegna gera Íslendingar ekki eins og Danir sem tala um mormor, farmor, farfar og morfar? Það er miklu augljósara kerfi.

* * *

6. bloggorð – Ölver:

QPR og Gillingham mætast í kvöld. Hagalín ætlar að horfa á sína menn og við Sverrir Jakobs sláumst í hópinn. Matur á Mánagötu að leik loknum. Seint.

* * *

7. bloggor̡ РBlair:

Palli Hilmars var í fínu viðtali í Fréttablaðinu í morgun. Pönkhljómsveitin Tony Blair er búin að bjóða Cherie Blair á einkatónleika.

Þessi ráðstefna sem konan er notuð til að auglýsa upp er einhver mesta smekkleysa sem ég hef heyrt um lengi og að Rannsóknarstofa í kvennafræðum standi að þessu er ömurlegt. Að nota Blair-nafnið og frægð forsætisráðherrafrúarinnar í tengslum við mannréttindaráðstefnu á sama tíma og breska ríkisstjórnin fer fram með þessum hætti í Írak og víðar er að öllu leyti sambærilegt við það ef “Lady Bird” Johnson, konu Johnsons Bandaríkjaforseta hefði verið teflt fram á slíku málþingi á dögum Víetnamstríðsins.

* * *

8. bloggor̡ РSjoppur:

Sjoppukeppnin er alltaf jafn spennandi. Staðan er þessi:

Baula 28 : Fjallakaffi 18

Hallinn 27 : BSÍ 21

Draumurinn 20 : Vikivaki 22

* * *

9. bloggor̡ РVinna:

Í dag viðrar vel til að bæsa. Þá skal bæst.

Man ekki hvort ég var búinn að lýsa þeirri skoðun minni hérna, en sögnin “að bæsa” er ein sú skemmtilegasta í íslenskri tungu.

* * *

10. bloggor̡ РBlackpool:

Leikur morgundagsins hjá Luton er úti gegn Blackpool. Meira um það á morun.

4 Responses to “Bloggorðin 10”

 1. hildigunnur Says:

  það er bara ein sýning eftir á Happy End, núna á laugardaginn, drífið ykkur, lesendur!

 2. pallih Says:

  Aðeins í þetta eina skipti:

  Draumurinn.

 3. Daníel Says:

  Ópera schmópera!

 4. hildigunnur Says:

  reyndar er Happy End ekki ópera heldur: A melodrama with songs!