Skil

Jæja, þar með er veturinn endanlega búinn og sumarið byrjað. Á miðvikudagskvöldið héldum við í SHA sumarskemmtun, sem tókst þrælvel. Þar með telst starfsárinu lokið. Fram á haust munu mín félagsstörf því nánast einvörðungu snúast um fótbolta.

Og talandi um fótbolta – við Valur skelltum okkur til Eyja í gær. Sáum Framara ná jafntefli gegn heimamönnum. Það eru góð úrslit. Eyjamenn eru mjög erfiðir heim að sækja. Tvær umferðir búnar og fjögur stig komin í hús. Víkingar og KA-menn mætast í kvöld. Kannski maður heyri í Ragga Kristins og mæti á völlinn? Það er alltaf gaman að klappa fyrir Víkingum.

2 Responses to “Skil”

  1. Gummi frændi Says:

    Flottur leikur hjá Frömurum.. Líka gaman að sjá Víkinga tapa fyrir FRAM..

  2. Kári P. Ólafsson Says:

    Ef Víkingar sameinast HK í framtíðinni, verður þá líka gaman að klappa fyrir HK/Víkingi?