Posts tagged ‘fbl’

October 2nd, 2012

Að lesa ekki Fréttablaðið árið 2012

by Hildur

Ég nenni aldrei að lesa Fréttablaðið eins og hefur komið fram hér áður.

Ég gerði það ekki haustið 2010.

Ég var ekki enn byrjuð á því haustið 2011.

Það er ekki vegna þess að Fréttablaðið sé konum óvilhallara en allir aðrir fjölmiðlar. Ég nenni aldrei að horfa á fréttir í sjónvarpi, ég ætti ekki annað eftir en að fara að venja mig á að lesa Morgunblaðið, DV les ég stundum, frekar til afþreyingar en vegna fréttaþorsta, Fréttatíminn lofar góðu undir nýrri ritstjórn en við skulum sjá hvað setur.

Fréttablaðið liggur hinsvegar vel við höggi af því að það er ókeypis og alltaf aðgengilegt á útgáfudegi á pdf-formi. Þess vegna verður það alltaf fyrir barðinu á mér.

Nema hvað. Frekari útskýringar fyrir neðan myndirnar. Hefst nú MS Paint Fest Hildar Lilliendahl og Fréttablaðsins 2012!

                  

Skýringar: Ég merkti við nöfn manneskja í blaðinu. Sleppti að vísu starfsfólki blaðsins en leyfði leiðarahöfundi að fylgja með. Fullt nafn var ekki skilyrði. Að fólk væri til í alvöru var skilyrði. Tilbúnar persónur voru ekki hafðar með. Allar auglýsingar voru teknar út. Ég pældi ekkert í myndum. Hvert nafn var bara talið einu sinni nema það kæmi fyrir í ólíku samhengi á fleiri en einum stað.

Breyting frá því í fyrra: Aðsendar greinar voru teknar með í þetta sinn. For no particular reason, það bara æxlaðist einhvern veginn þannig.

Niðurstaðan: í 123 tilvikum í blaðinu í dag eru karlar nefndir og í 43 tilvikum eru konur nefndar.

Karlar eru  nefndir á 123 stöðum í blaðinu, samanlagt á 19 síðum af þeim 20 sem voru til skoðunar. Á hverri síðu eru að meðaltali 6,15 karlar nefndir.

Konur eru nefndar á 43 stöðum í blaðinu, samanlagt á 14 síðum af þeim 20 sem voru til skoðunar. Á hverri síðu eru að meðaltali 2,15 konur nefndar.

(Niðurstaðan í fyrra, til samanburðar: í 85 tilvikum í blaðinu var minnst á karla og í 33 tilvikum var minnst á konur.)

 

November 15th, 2010

Af því að ég veit þið elskið femínisma

by Hildur

Mögulega er þetta lengsta rant ársins. Það er allt í lagi. Þið getið alltaf hætt að lesa ef ykkur leiðist.

Góðborgararnir kinka góðlátlega kolli þegar góðborgarafemínistarnir telja konur.

Femínisma samtímans kemur sífellt betur saman við föður sinn.

Alvöru femínismi er dauður.

-Hermann Stefánsson, Femínisminn er dauður.

Ég hef deilt töluvert meira en góðu hófi gegnir við vitleysingana sem hafa verið að skilja eftir athugasemdir hérna. Competing in the special Olympics eins og ég fái borgað fyrir það. Eftir að hlekkurinn fór inn á b2 urðu athugasemdirnar samt þannig að ég ákvað að nú væri komið gott. Ég hlýt að geta fundið mér eitthvað annað við tímann minn að gera.

Hitt er annað mál að áður en hægðirnar lentu í viftunni átti ég helling af frjóum og örvandi samskiptum við fólk, innan internets og utan, um femínisma og ábyrgð og frjálshyggju og fjölmiðla og þetta allt saman. Síðustu viku hef ég hugsað svo hryllilega mikið um femínisma og dottið eitthvað nýtt í hug að segja á hverri einustu mínútu og ég tók eiginlega meðvitaða ákvörðun um að hlífa þessari bloggsíðu við öllum þeim vangaveltum þar til ég hefði haft tækifæri til að melta þær og lesendur og landsmenn tækifæri til að jafna sig á Paint-ævintýrinu mikla.

En það sitja í mér nokkrir hlutir sem mig langar að tala um eftir því sem tími og nenna gefast til. Til dæmis VARNAGLI: Það kann að vera að jafnvel þeim sem þykir sitthvað athugavert við fjarveru kvenna í fjölmiðlum þyki ómaklega að Fréttablaðinu vegið. Það má vera rétt. Krassinu mínu var ekki beinlínis (sérstaklega) ætlað að benda á vandamál Fréttablaðsins. Þetta vandamál er ekkert síður til staðar í öðrum fjölmiðlum og mögulega er Fréttablaðið hér svolítið að gjalda fyrir að vera með ókeypis og auðvelt aðgengi að eintökum sínum á netinu.  Og kannski er það ósanngjarnt en útkoman er lýsandi fyrir miklu stærra vandamál en hrútafýluna á einni tiltekinni fréttastofu. Ef hrútafýlan lægi ekki yfir samfélaginu öllu myndi eitt blað sem hagaði sér svona vera fljótt að sigla í strand.

Ég var spurð að því á Facebook eftir að ég vitnaði í grein í Fréttablaðinu í vikunni hvort ég hefði ekki verið hætt að lesa Fréttablaðið. Því er til að svara að ég er ekki í sérstöku Fréttablaðsboycotti, nei. Ég las aðsenda grein Arnar Bárðar (er eitthvað að honum annars, ég bara spyr) vegna þess að það voru svo margir vinir mínir að deila henni á Facebook og hún fjallaði um mál sem ég hafði áhuga á. En þegar ég segist ekki lesa Fréttablaðið er það vegna þess að ég nenni nánast aldrei að lesa Fréttablaðið. Ég er ekki með sérstakt viðskiptabann á það, ég hef bara ekki áhuga á því. Þá er sú spurning afgreidd.

Annað sem mig langar að nefna (og það kom reyndar fram í athugasemdunum líka, en þær eru sjötíu og eitthvað svo ég reikna ekki með að allir hafi tekið eftir því), af því að margir spurðu hvort þetta væri sérstaklega slæmt tilfelli eða hvort þetta væri alltaf svona, er að fyrir fimm árum síðan gerðu tveir mannfræðingar, Kristín Loftsdóttir og Helga Björnsdóttir, rannsókn á myndbirtingum á forsíðu Fréttablaðsins. Þær töldu myndir á forsíðu á tímabilinu 1.-30. júní 2005, tóku út úr jöfnunni myndir sem ekki sýndu fullorðið fólk og töldu svo kynin. Niðurstaðan var sú að í „fréttum“ af innlendum vettvangi voru um 30 af hverjum 100 konur. Í erlendum fréttum voru þær 15 af hundraði. Gaman væri að endurtaka þetta að fimm árum liðnum og sjá hvort eitthvað hefur breyst. Miðað við mína hroðvirknislegu skoðun hefur ekki orðið nein bylting í þessum málum. Þessi úttekt Kristínar og Helgu er ekki mjög flókin í framkvæmd og mér hefur dottið í hug að prófa að endurtaka hana, nú fimm árum síðar. Það væri áhugavert að sjá hvort seta femínista í aðstoðarritstjórastól hefur skilað einhverju út á forsíðuna. Ég hef ekki endilega á tilfinningunni að það sé mikil breyting.

Að einu leyti þykir mér þó þokast í rétta átt – með þeim fyrirvara að athugasemdirnar hjá mér via b2 séu hugsanleg vísbending um að bakslag sé í gangi – og það varðar viðbrögð við svona hausatalningum. Ég er að vissu leyti sammála því að þær séu dálítið smáborgaralegar og alltof lítið militant. En þær þjóna samt tilgangi og það er gaman að fylgjast með breytingum á viðbrögðum við þeim. Salvör Gissurar birti hausatalningu úr dagblaði á Málefnunum fyrir nokkrum árum. Ég finn ekki þráðinn í fljótu bragði en hún hefði eins getað gefið út formlegt skotleyfi á sjálfa sig. Viðbrögðin voru með ólíkindum. Langfæstir málverjar gátu með nokkru móti skilið hvernig henni gat þótt þetta gáfuleg nýting á tíma sínum. Hún átti bara að fá sér vinnu, finna sér eitthvað uppbyggjandi að gera og svo framvegis.

Fyrir þremur árum gerði Sóley Tómasdóttir svo hausatalningu í Silfri Egils yfir veturinn. Hún uppskar miklu meira skítkast en ég gerði (fram að innrás bé tveggja) og ég held að það að hún sé Sóley Tómasdóttir sé aðeins hluti af ástæðunni fyrir því. Önnur skýring er einfaldlega að hugarfarið að lagast. Hægt – en þokast. Og það er einmitt þessum skaðlegu femínistum að þakka. Femínistunum sem nöldra og nöldra og nöldra, þreytast ekki á að benda okkur hinum glórulausu á hvað er að og hvar. Og við eigum að vera þeim þakklát. Áhrifin sem það hefur í skúmaskotum heilabúa eru miklu mikilvægari og hafa áhrif til miklu lengri tíma en sandstormurinn sem blæs alltaf upp í kjölfar allra bloggfærslna eða opinberrar umræðu um málið og á uppruna sinn í litlum hjörtum karla sem skjálfa af ótta við konur eins og Sóleyju. Jájá.

Annars er ótrúlega merkilegt hvað það er auðvelt að ýta lesendum sínum hreinlega fram af brúninni með því að telja hausa. Magnað hvað þetta er viðkvæmt, hvað viðbrögðin verða ofsafengin og gjörsamlega úr öllu samhengi við allt sem telst vanalega eðlilegt í mannlegum samskiptum. Samanber þetta hér – sem er skrifað og teiknað af karli með afskaplega næma tilfinningu fyrir því hvernig þessi rifrildi ganga fyrir sig.

Kúdos til hans.

Annars

HVERNIG ER HÆGT AÐ RÉTTLÆTA LAUNALEYND OPINBERRA STARFSMANNA? Eru þessi laun ekki greidd með skattfé? Hvernig er hægt að þykja það réttlætanlegt að við bara megum ekki vita hvernig því er ráðstafað? Ég á ekki orð yfir þessari illsku. Stupid motherfuckers. Og já, ég er að tala um ríkisstjórnina. Og ég er kannski sérstaklega að tala um dómsmála- og mannréttindaráðherra sem skrifaði árið 2004:

Í ljós kemur að mikill kynbundinn launamunur er hjá hinu opinbera, launaleynd er umtalsverð en að mínu mati þrífst hvers kyns misrétti einmitt í skjóli hennar.

og skrifaði svo árið 2007:

Slagurinn stendur ekki aðeins um kynjamisréttið heldur líka um launamisrétti almennt. Launamisréttið hefur verið að stóraukast á Íslandi á undanförnum árum. Hátekjufólkið hefur hækkað langt umfram þá sem hafa lægstu tekjur og millitekjur. Þetta er óþolandi þróun og ber að vinda ofan af henni með því að stórhækka lægstu laun. Hér skiptir launaleyndin einnig máli. Henni er stefnt gegn lágtekjufólkinu. Hún er varnarmúr misréttisins.

Er þetta eitthvað flókið?

Annars II

Konur eru 30% (glerþakstalan, ykkur til upplýsingar, takið eftir hvað hún er algeng) frambjóðenda til stjórnlagaþings. Samt eru kynjahlutföllin á topp tíu hjá mér í DV-prófinu jöfn. Þar sitja fimm konur. Meðalaldur frambjóðenda á topp tíu listanum mínum er rétt um fertugt. Nú hef ég ekki reiknað það en mér sýnist það vera mun yngra en meðalaldur frambjóðenda. Þetta segir auðvitað ekkert annað en að fólk af sama kyni og nær mér í aldri en líklegra til að deila með mér sýn en aðrir. En samt. Merkilegt.

Annars III og svo er ég hætt þessu

Anaïs Mitchell – í boði Birkis Fjalars Viðarssonar. Þetta er rosalega gott. Rosalega.

November 9th, 2010

Fréttablaðið og glerþakið, taka II

by Hildur

Það er ekki orðum aukið að hér hafi allt orðið bandvitlaust í gær. Þegar þetta er ritað eru komnar 40 athugasemdir við föndrið mitt, heimsóknafjöldinn stappaði nærri 7.000, samstarfsfólk mitt ræddi bloggið mitt við mig (það er eitt og sér óvenjulegt), Smugan tók (óprófarkalesið, sem sjá má) míníviðtal við mig, Eyjan linkaði hingað og mikið var rætt um málið á Facebook og Barnalandi og Twitter og svo framvegis. Enda er þetta áhugavert, þetta er merkilegur debatt þegar það verður debatt og þetta er merkilega afhjúpandi, bæði fyrir þá sem eru vanir að velta þessum málum fyrir sér og fyrir hina sem pæla aldrei í kynjahlutföllum.

Ég hjó eftir þögn blaðamanna á Fréttablaðinu (ef þeir skyldu halda að hún hafi farið framhjá mér) en a.m.k. fjórir þeirra eru mér sæmilega málkunnugir og tvær þeirra kvenna sem skrifuðu í blaðið í gær eru kunningjar mínir. Önnur þeirra, femínisti og töffari og blaðamaður á Fréttablaðinu, þagði þunnu hljóði í öllu havaríinu í gær (sem og reyndar hinir sem ég þekki sem vinna hjá Fréttablaðinu) en skrifaði á vegginn minn á Facebook í dag að nú ætti ég allavega að geta lesið forsíðuna án nokkurra vandkvæða. Gestaþraut dagsins, Teljið litakassana, er handa henni og ykkur öllum með ástarkveðjum frá leeeeiðinlega femínistanum í Ráðhúsinu sem aldrei finnst nóg að gert.

.

November 8th, 2010

Og þessvegna les ég ekki Fréttablaðið

by Hildur

Ég las Fréttablaðið í morgun. Það nenni ég næstum aldrei að gera, það einfaldlega vekur ekki áhuga minn. En í morgun gerði ég það og gerði stutta hausatalningu í leiðinni. Niðurstaðan er áhugaverð, ekki síst fyrir fólk í fyrirtækjarekstri sem vill vita hvar er heppilegt að auglýsa. Það ætti að sjá í hendi sér hversu spennandi lesning þetta er fyrir konur.

Nú. Með MS Paint að vopni rannsakaði ég svo blaðið aftur í morgun. Hér er niðurstaðan. Við byrjum að sjálfsögðu aftast en ég tek fram að ég hef að mestu eða öllu leyti fjarlægt auglýsingar, sérblöðin eru ekki með og mögulega tók ég út í einhverjum tilvikum umfjöllun sem skartaði engum manneskjum, hvorki körlum né konum. Að öðru leyti er allt blaðið hérna. Góða skemmtun.

Ein kona náði inn á baksíðuna, og má það kallast ágætt afrek miðað við það sem á eftir kemur. Reyndar kemur önnur kona óbeint við sögu en blaðamenn segja okkur að hinum stórskemmtilega Bubba Morthens finnist hann heppinn (já, ég sagði HEPPINN) að fá að vakna á hverjum degi við hliðina á konu sem er 20 árum yngri en hann.

Nú. Síða 26 er hin mikla kvennasíða þessa blaðs. Á henni eru BARA konur og fá lesendur að fræðast um allt hið skemmtilega sem á daga þeirra drífur. Þarna er t.d. viðtal við Hlín Einars um vefsíðu sem hún ætlar að stofna. Viðtalið er alveg ofboðsleg steypa, í fyrsta lagi virðist Hlín vera í endalausri mótsögn við sjálfa sig, í öðru lagi virðist hún ekki skilja hvernig fólk notar Internetið og í þriðja lagi var erfitt að vera nokkru nær um hvers konar vef hún ætlar að hrinda af stað eða hvaða tilgangi hann á að gegna. Restin af blaðsíðunni er svo slúður og fegurðardrottningar. Svona lítur þetta út:

Við leyfum svo næstu síðum að útskýra sig sjálfar: