Posts tagged ‘assange’

December 20th, 2010

Hvenær nauðgar maður konu og hvenær nauðgar maður ekki konu?

by Hildur

Vinstrifemínistarnir í Bandaríkjunum eru að hnakkrífast um Julian Assange og kynferðisbrotaásakanirnar á hendur honum. Það er svakalegt að fylgjast með þeim umræðum og borðleggjandi að dýrkunin á mr. professional creep og sú ranghugmynd vinstrisins um víða veröld að hann sé einhverskonar nútíma spámaður, vegurinn, sannleikurinn og lífið, hefur mikil áhrif á afstöðu margra femínista til kæruefnanna.

Ég las þessa grein eftir Naomi Wolf þegar hún var birt, fyrir um hálfum mánuði síðan, og var sæmilega impressed og sammála.  Gerði læk á FB og svona. Tvítaði henni kannski. En síðan þá hafa ásakanirnar á hendur Assange skýrst nokkuð, The Guardian birti lýsingar á brotunum fyrir helgi eftir leka hjá sænsku löggunni (sem mér skilst að lögfræðingur Assange sé voðalega reiður yfir – say what now?), og í mínum huga er það alveg á hreinu að það á að framselja manninn til Svíþjóðar og rétta yfir honum þar verði hann ákærður. Nauðgun verður ekki minni nauðgun ef móðir Teresa fremur hana. Barátta Naomi Wolf er sorgleg og ég meina það í bókstaflegri merkingu þess orðs. Dapurleg, eins og í: gerir mann dapran. Hún á að vita betur.

Hún var á rökstólum með Jaclyn Friedman (sem er mjög hardkor töffari) á Democracy Now fyrr í dag. Mér hefur ekki tekist að horfa á það ennþá en Jaclyn hefur tvítað sex eða sjö sinnum síðan þessu lauk, fyrir svona korteri. Meðal þess sem hún hefur sagt um málflutning Wolf er:

I’m back. That was so upsetting — could not believe she would claim repeatedly that the acts described was consensual. Angry and shaken.

Not sure where it’s going to air, but we did a part 2 & she claimed the allegations describe “a model sexual negotiation.”

Ég semsagt get ekki spilað vídjóið ennþá, hlakka mikið til að koma því í lag, hvort sem vandamálið liggur hjá mér eða DN, en það er þegar komin bloggfærsla um málið og eftir því sem ég kemst næst er alveg á tæru að Wolf heldur því fram að atburðirnir sem um ræðir geti ekki talist nauðgun vegna þess að fórnarlömbin hafi ekki sagt nei. Þetta er svo rangt að það er snarbilað. Hafið í huga að hér er ekki um að ræða hjón heldur tvær ókunnugar manneskjur. W býður Assange með sér heim, þau byrja að stunda kynlíf, hún biður um að notaður sé smokkur, hann er á móti því, hún fer ekki ofan af þeirri kröfu og hann missir áhugann og fer að sofa. Hún vaknar, fer á fætur, fer aftur í rúmið. Þá gerist þetta:

She had awoken to find him having sex with her, she said, but when she asked whether he was wearing a condom he said no. “According to her statement, she said: ‘You better not have HIV’ and he answered: ‘Of course not,’ ” but “she couldn’t be bothered to tell him one more time because she had been going on about the condom all night. She had never had unprotected sex before.”

Tekið héðan.

Hafði maðurinn kannski ekki grundvöll eða nægilega góða ástæðu til að gefa sér að W langaði ekki til þess að hann riði henni smokklaus meðan hún svaf? Jafnvel þótt hann hefði verið með smokk; það er nakin ókunnug kona við hliðina á þér þegar þú vaknar, þið hafið gert tilraun til samræðis sem hefur farið út um þúfur vegna ósættis, dettur einhverjum í hug að það sé í lagi að þú bara troðir þér inn í hana? Að upplýstir og áhrifamiklir femínistar skuli halda því fram að þetta sé ekki nauðgun gerir mig mjög dapra. Bara mjög.