Svo ég böggi stundum konur …

by Hildur

Tina Fey hefur gefið út bók um femínismann sinn. Ég segi femínismann sinn vegna þess að hann er umdeildur. (Hver man ekki eftir ársgamalli og stórkostlegri grein Sadie á Tiger beatdown sem hét: 13 ways of looking at Liz Lemon og coinaði hugtakið Liz Lemonism: a certain variety of white, coastal-city dwelling, fairly well-to-do heterosexual cisgendered woman, a woman with a comfortable white-collar job that is so very comfortable and so very white-collar that she is free to spend her spare time yearning for, and semi-believing that she could attain, something with more “meaning.” Og já, áður en nokkur annar segir það, ég veit að hversu miklu leyti þessi lýsing á við um mig sjálfa.)

Nema hvað. Ég væri ábyggilega sammála Tinu Fey um margt ef ég læsi bókina hennar, mér finnst hún vissulega skemmtileg og treysti henni sæmilega til margra góðra hluta. Ég gæti best trúað því að ég myndi skemmta mér vel yfir bókinni hennar. En. Mikið andskoti fer svona málflutningur í taugarnar á reiða bitra sandípíkunni femínistanum sem ég er:

Her attitude is not resentment or simmering or a boring, ordinary, low-grade victimhood, but rather a more accurate and nuanced portrait of the modern working woman.

eins og segir í bókadómi Katie Roiphe á Slate. Hún segir líka:

Responding to a situation with humor, as opposed to, say, dead-serious self-righteousness, is a rhetorically effective way to get a political point across.

Urrrrrrg. Já. Bara urrrrrrrrg. Katie og Tina ættu kannski að stofna svona hressa grínstjórnmálahreyfingu af því að það er algjör óþarfi að vera alltaf svona leiðinlegur. Þær gætu kannski orðið forsetar.

Share on Google+Tweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on FacebookShare on LinkedInShare on StumbleUponShare on RedditEmail this to someone

3 Comments to “Svo ég böggi stundum konur …”

  1. Arrgh, hvað ég er sammála þér.

  2. Hey ég var að lesa þessa bók (reyndar hlustaði ég á hana).

    Skil ekki af hverju þú ert svona reið út í hana. Ættirðu ekki að takmarka bræðina við ritdómarann sem greinir svo?

  3. Reið út í hverja? Tinu eða bókina hennar? Hvernig færðu það út?

Leave a Reply