Hvenær nauðgar maður konu og hvenær nauðgar maður ekki konu?

by Hildur

Vinstrifemínistarnir í Bandaríkjunum eru að hnakkrífast um Julian Assange og kynferðisbrotaásakanirnar á hendur honum. Það er svakalegt að fylgjast með þeim umræðum og borðleggjandi að dýrkunin á mr. professional creep og sú ranghugmynd vinstrisins um víða veröld að hann sé einhverskonar nútíma spámaður, vegurinn, sannleikurinn og lífið, hefur mikil áhrif á afstöðu margra femínista til kæruefnanna.

Ég las þessa grein eftir Naomi Wolf þegar hún var birt, fyrir um hálfum mánuði síðan, og var sæmilega impressed og sammála.  Gerði læk á FB og svona. Tvítaði henni kannski. En síðan þá hafa ásakanirnar á hendur Assange skýrst nokkuð, The Guardian birti lýsingar á brotunum fyrir helgi eftir leka hjá sænsku löggunni (sem mér skilst að lögfræðingur Assange sé voðalega reiður yfir – say what now?), og í mínum huga er það alveg á hreinu að það á að framselja manninn til Svíþjóðar og rétta yfir honum þar verði hann ákærður. Nauðgun verður ekki minni nauðgun ef móðir Teresa fremur hana. Barátta Naomi Wolf er sorgleg og ég meina það í bókstaflegri merkingu þess orðs. Dapurleg, eins og í: gerir mann dapran. Hún á að vita betur.

Hún var á rökstólum með Jaclyn Friedman (sem er mjög hardkor töffari) á Democracy Now fyrr í dag. Mér hefur ekki tekist að horfa á það ennþá en Jaclyn hefur tvítað sex eða sjö sinnum síðan þessu lauk, fyrir svona korteri. Meðal þess sem hún hefur sagt um málflutning Wolf er:

I’m back. That was so upsetting — could not believe she would claim repeatedly that the acts described was consensual. Angry and shaken.

Not sure where it’s going to air, but we did a part 2 & she claimed the allegations describe “a model sexual negotiation.”

Ég semsagt get ekki spilað vídjóið ennþá, hlakka mikið til að koma því í lag, hvort sem vandamálið liggur hjá mér eða DN, en það er þegar komin bloggfærsla um málið og eftir því sem ég kemst næst er alveg á tæru að Wolf heldur því fram að atburðirnir sem um ræðir geti ekki talist nauðgun vegna þess að fórnarlömbin hafi ekki sagt nei. Þetta er svo rangt að það er snarbilað. Hafið í huga að hér er ekki um að ræða hjón heldur tvær ókunnugar manneskjur. W býður Assange með sér heim, þau byrja að stunda kynlíf, hún biður um að notaður sé smokkur, hann er á móti því, hún fer ekki ofan af þeirri kröfu og hann missir áhugann og fer að sofa. Hún vaknar, fer á fætur, fer aftur í rúmið. Þá gerist þetta:

She had awoken to find him having sex with her, she said, but when she asked whether he was wearing a condom he said no. “According to her statement, she said: ‘You better not have HIV’ and he answered: ‘Of course not,’ ” but “she couldn’t be bothered to tell him one more time because she had been going on about the condom all night. She had never had unprotected sex before.”

Tekið héðan.

Hafði maðurinn kannski ekki grundvöll eða nægilega góða ástæðu til að gefa sér að W langaði ekki til þess að hann riði henni smokklaus meðan hún svaf? Jafnvel þótt hann hefði verið með smokk; það er nakin ókunnug kona við hliðina á þér þegar þú vaknar, þið hafið gert tilraun til samræðis sem hefur farið út um þúfur vegna ósættis, dettur einhverjum í hug að það sé í lagi að þú bara troðir þér inn í hana? Að upplýstir og áhrifamiklir femínistar skuli halda því fram að þetta sé ekki nauðgun gerir mig mjög dapra. Bara mjög.

Share on Google+Tweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on FacebookShare on LinkedInShare on StumbleUponShare on RedditEmail this to someone

41 Comments to “Hvenær nauðgar maður konu og hvenær nauðgar maður ekki konu?”

 1. Það fer bara frekar pirrandi (of pirrandi fyrir marga) hve miðlarnir virðast gera mikið af að beina athyglinni frá fjöldamorðum í Írak og spillingu stjórnkerfa og að persónu Assange. Enn meira áberandi verður þetta þegar þessar ásakanir virðast skýrast. Þær virka sem smjörklípa. Þetta eru tvo aðskilin mál: 1) Upplýsingar Wikileaks 2) Assange.

  • Já – önnur aðskilin mál: 1) Upplýsingaleki Assange – sem við að sjálfsögðu fögnum, 2) Möguleg kynferðisbrot Assange – sem verða ekki skárri í ljósi upplýsingalekans.

 2. Ég er sammála. Það á að halda þessum málum aðskildum. Þó að hann sé að gera góða hluti með Wikileaks þá segir það ekkert um allt annað sem hann gerir. Skil ekki af hverju hann fer ekki bara og gefur skýrslu. Ef ég man rétt þá er ekki einu sinni búið að kæra hann heldur bara óska eftir yfirheyrslu.

  Sá eitthvað blogg um daginn þar sem linkað var á blogg annarrar konunnar þar sem hún gerði lista um hvernig maður ætti að hefna sín á elskhugum sem svíkja þær og var gefið í skyn að það væri tengt þessu máli. Ég finn hins vegar ekki linkinn aftur.

 3. Ég er sammála því að grein Wolf missir að hluta til marks núna þegar komið er í ljós að kærurnar eru þessar. Að hluta til stendur samt punkturinn ennþá: Málsmeðferð í nauðgunarmálum er víðast hvar hræðileg og ástæðurnar fyrir því hvað þetta mál er tekið föstum tökum eru líklega eitthvað blendnari en bara samúð með fórnarlömbunum.

  En hún er auðvitað í ruglinu að halda því fram núna að ákærurnar séu um annað en nauðgun.

  • Einmitt. Núna er þetta pínuónýtt hjá Wolf. En hún hefur ekki bara haldið punktum sínum til streitu heldur ýkt þá verulega. Það sem hún er að tala um í dag er ekki það sama og þessi grein, sem ég keypti alveg svolítið, fjallar um. Enda forsendurnar gjörbreyttar.

 4. Eftir að óvinir valdisins um áratugaskeið hafa mátt sæta því að fá á sig svona ákærur til að draga úr áhrifum þeirra er ekki eðlilegt að meta líkurnar á því hvort eitthvað saknæmt hafi farið fram án þess að líta á málið í pólitísku samhengi. Við metum ekki ákærurnar á hendur Liu Xiaobo eingöngu út frá ákæruatriðum né gerir maður það gagnvart ákærunum um kynlífsmisnotkun Martein Luther King Jr. á vændiskonum og eigum ekki að gera það í þessu máli heldur.

  Sjá nánari útlistun t.d. hérna:
  http://fivethirtyeight.blogs.nytimes.com/2010/12/15/a-bayesian-take-on-julian-assange/

 5. Ég er ekki einn af þessum samsæris-nötters sem sleikja stígvélið á Assange eins og hann sé Messías-Dr. King-Che rúlluterta.
  Eeeeen…

  Ég ég get ekki annað en haldið þeim glugga opnum að allar ásakanirnar frá upphafi til endi séu uppspuni og að þar af leiðandi séu allar getgátur um núansa þessa kynferðisbrots marklausar. Ég veit að það er stór biti að þurfa að kyngja því að þessar konur myndu ljúga til um svona nokkuð og vísvitandi draga að sér alla þessa neikvæðu athygli…en það er ekki útilokað heldur.

  Og ég held að meira að segja þó dómur falli þeim í hag þá væri samt efa-snefill í mínum huga. Því ef þær lugu eða voru fengnar til að ljúga til um þetta þá er lítið mál að sjá til þess að tryggja æskilega niðurstöðu í málinu.

  Æ…ég veit þetta hljómar kreisí en það verður ekki litið fram hjá því að Bandaríkin hafa gripið til víðtækra þöggunaraðgerða og verið ansi laumulegir í því.

  Ég hef líka lesið búnka af feminista og non-feminista greinum um málið, séð gamla OK Cupid prófílinn hans, Couchsurfing síðuna, ástarbréfin og allt þetta. Ef það reynist rétt þá er þetta vissulega frekar sleazy gaur. En þarf ekki að þýða að hann sé kynferðisglæpamaður.

  • Það er annað í þessu sem er vert að hugsa um. Ef þessar konur hefðu nú ákveðið að ljúga upp á blásaklausan mann kynferðisbrotum, hvers vegna í veröldinni þá að semja svona vague og ambiguous frásögn sem er ekki einu sinni örugglega grundvöllur fyrir ákæru fyrir nauðgun?

 6. En mér finnst þessar lýsingar sem ég hef lesið ekki lýsingar á nauðgun. Assange getur þess vegna hafa verið sjálfur hálfmeðvitundarlaus þarna um morguninn. Þekkið þið ekki slíkt? Mér virðist það vera smokkleysið sem fari alveg með stúlkurnar. Kannski er fólk svona nákvæmt á smokkum í Svíþjóð og þetta sé ,,menningarlegur” misskilningur.

 7. Ég er sammála Ásdísi. Ég get með engu móti skilgreint þennan atburð skv. lýsingunni hér að ofan sem nauðgun. Ég held að svona atburðir gerist á hverju degi og það þyrfti að framselja, dæma og fangelsa óendanlega mikið af fólki ef svo ætti að vera. Bæði konur og karla.
  Hef sjálfur lent í því að vera “nauðgað” á þennan hátt af konu. Ekki einusinni, ekki tvisvar heldur minnst þrisvar (ég ætti kannski að hætta að drekka) Mér finnst fólk vera farið að skilgreina nauðgun ansi frjálslega og draga með því úr alvarleika glæpsins þegar um raunverulega nauðgun er að ræða.

  Eina sem konan virðist segja við téðri nauðgun er “eins gott að þú sért með smokk”. Ekki “hættu þessu”. Ekki “stopp”. Ekki “þú ert að nauðga mér”. Ekki “bíddu bíddu bíddu vinur, hvað þykist þú vera að gera”. Ekki “ég kæri þig fyrir nauðgun”.

  “she couldn’t be bothered to tell him one more time because she had been going on about the condom all night. She had never had unprotected sex before.”
  Wait, what? Skil ég þetta rétt. Hún nennti ekki að biðja hann eina ferðina enn um að notast við smokk svo hún leyfð honum að fá sínu fram… og kærði hann svo fyrir nauðgun.

  Þetta er kannski ömurlegt og skítt en nauðgun er þetta varla. Hvort sem mann andskotinn heitir Julian Assange og er stofnandi Wikileaks eða Jónas Þór og býr í Breiðholti

  • Ok, tvennt hérna.

   Annars vegar: Þú hefur ekki samfarir við manneskju sem er af einum eða öðrum ástæðum ekki í ástandi til þess að gefa samþykki fyrir því.

   Hins vegar er hér tilvitnun í eitthvað sem ég hefði næstum getað skrifað sjálf:

   That’s why all the men are backing Assange. It’s why they don’t understand what he did wrong (allegedly), or even care what he did wrong, or even have the faintest clue what it’s like to be a woman living in a rape culture.

   I read the Guardian piece with the details of the Swedish charges. It’s all so completely, entirely, 100% believable and familiar. The asshole who pushes you, who takes advantage. Feeling humiliated and angry and baffled. Wondering what you did to cause it or allow it—because as women we always know that it’s our fault somehow. Somehow we made it happen, somehow we weren’t clear enough when we said “no.” Seething inwardly for a week, furious and ashamed, blaming ourselves.

   I understand completely what happened in Sweden. And I can imagine completely what happened when the two women compared notes. Oh shit. You mean he just does this? You mean it wasn’t just me?

   Sweden is supposed to be a feminist-friendly country. I imagine there has been discussion over there in the past decades about changing rape culture, about making it so that women don’t just suffer silently, furious and ashamed and blaming themselves; about changing things so that women can push back. I bet that’s why these Swedish women felt emboldened to report Assange. Yeah! Let’s report the asshole! He’s a serial abuser!

   But of course men refuse to see that. Rape culture is all about their entitlement, and there is nothing so blind as privilege.

   http://www.reclusiveleftist.com/2010/12/18/rape-culture/

 8. Haldið þið í alvörunni að hann hefði verið kærður og handtekinn ef að það væri ekkert wikileaks og enginn leki ?

 9. Sölvi Borgar o.fl.
  Við skulum varast að álykta um of út frá einhverjum tilvitnunum einhvers staðar frá um nákvæmlega hvað gerðist og hvað var sagt í rúminu þennan morgun. Ég bloggaði um þetta fyrir þremur vikum (m.a. um “hefndarblogg” Ms. A), en líkt og Hildur er ég ekki viss um að málið sé svo klippt og skorið og margir vilja halda. Í öllu falli virðist ljóst að konunni síðari var mjög brugðið.
  Ef maðurinn væri bara Jónas Þór úr Breiðholti eða ‘Peter Svensson’ frá Solna, væri málið sjálfsagt úr sögunni, löggan búin að tala við viðkomandi og kannski/kannski ekki dæma manninn í sekt fyrir kynferðislega misbeitingu, ef slíkt hefði sannast.
  En af því maðurinn er heimsfrægur verður þetta að öðru og meira, en hann ætti nú að fatta það og ekki “kompromissa” starfi sínu með óábyrgum lifnaði.

  http://bloggheimar.is/einarkarl/2010/12/19/julian-assange-kannski-ekki-fornarlamb-feminista/

 10. Þarna er verið að fara vel út fyrir rammann um hvað telst nauðgun og hvað ekki. ég mæli með að allar konur á íslandi sem hafa haft frjálsar samfarir á siðasta ári kæri þær. Það verður örugglega hægt að finna eitthvað á bólfélagann. Þetta getur líka orðið tekjulind fyrir konur í kreppunni. Sofa hjá og kæra svo eftir á. Lokað þinghald peningurinn borgaður. Enginn kemst að þessu og hægt er að hefja sama leikinn aftur. Big bisness. Er svona þjóðfélag sem við viljum búa í?

 11. Hrynur víst allt sem hrunið getur
  og hrapað í mannana heimi
  liggur nú við að ljúga betur
  svo lýðurinn öllu gleymi
  á öldum ljósvakans ys og þys
  upphlaup á degi hverjum
  heiður og sómi heimsveldis
  hangir á rifnum verjum

  Úr skápunum öllum skríða nú
  skrímsli af öllum gerðum
  vandlega falin villutrú
  valdasjúkt lið á ferðum
  leyndarhjúp engan líða má
  launhelgar engar virða
  syndunum öllum segja frá
  sakfella þá sem myrða

  Er ekki frelsið yndislegt
  upplýst af slíkri rækni ?
  vitsmunalífið víða tregt
  verst ekki svona tækni
  aulabarðar og alls kyns lið
  ekki fá dulist lengur
  öðlumst við bráðum fróman frið
  í fréttunum ef vel gengur

  Urðu þær sænski óléttar ?
  ætluðu þær að grill ‘ ann ?
  Upplýst að verja engin var
  utan um viltan tyllan
  lífið er slíkum leka háð
  ljótt er að hindra sæðið
  hef ég nú andans hæðum náð
  hér ber að enda kvæðið.

  SJ.

 12. http://bloggheimar.is/einarkarl/2010/12/19/julian-assange-kannski-ekki-fornarlamb-feminista/

  “Samkvæmt frásögn kvennanna tveggja við skýrslutöku lögreglu, en skýrslur hafa nú lekið og atriði úr þeim birst m.a. í NY Times og Dagens Nyheter, er dregin upp mynd af afar óeðlilegum samskiptum, þar sem gestur kvennanna í báðum tilvikum gengur lengra en konurnar vilja. Það er til að mynda alveg kýrskýrt í mínum huga, að það að hefja smokkalausar samfarir við sofandi konu, sem nóttina áður hefur neitað samförum nema með smokki, fer yfir strikið. Auðvitað má slá þessu upp í gríni, en við hljótum líka að viðurkenna að smokkalausar samfarir geta verið dauðans alvara, sérstaklega með lauslátum rekkjunaut sem gerir í því að sleppa smokk. Við getum deilt um hvað við köllum aðfarir sem þessar. Þær eru í öllu falli ekki eðlilegar. Kona eða karl, sem býður annarri manneskju nálægt sér á ekki að þurfa að þola slíkan yfirgang. Jafnvel þó hún beri virðingu fyrir rekkjunautinum og líti upp til starfa hans og afreka. Hver manneskja ræður yfir eigin líkama, í nánu samneyti við aðra.”

 13. Samkvæmt Guardian kvartaði önnur konan yfir því að hann hefði skipað sér að ná í djús glas handa sér.

  • Já og nei, það kemur fram í frásögn annarrar konunnar að hún hafi ekki verið hrifin af því að vera skipað fyrir af ókunnugum manni á sínu eigin heimili. Þó það nú væri.

 14. Ég er ekki hlyntur nauðgunum ég er stranglega á móti þeim. það er verið að gefa skít í fórnalömb nauðgana í svíþjóð og annarstaðar. það er ekki verið að handtaka þennan mann fyrir nauðgun nema bara af nafninu til, svíjar eru nánast hlyntir nauðgunum. þessi maður er handtekinn og ofsóttir vegna uppljóstrana gegn vestu glæpamönnum í heimi, sem lögleiða þjóðarmorð og því fylgir sko nauganir og fleira.. ég held ekkert uppá þennan mann en við eigum sama óvin..

 15. Það er kannski ágætt að halda því til haga varðandi Svíþjóð sem paradís nauðgara, einsog Michael Moore hefur lýst landinu, að almennt er talið að hér séu flestar nauðganir kærðar, annað en gengur og gerist í öðrum löndum. Hins vegar er Svíþjóð, líkt og mörg önnur lönd, réttarríki þar sem menn eru saklausir þar til sekt sannast – og nauðgun er ekki auðveldur glæpur í sönnun. Það er andskoti skítt – en Svíar vilja ekki frekar en aðrir fangelsa fólk á grundvelli ásakana einna saman. Altso – fleiri nauðganir kærðar, jafn margar sakfellingar = hlutfallslega miklu færri sakfellingar (en ekki færri sakfellingar og þaðan af síður fleiri nauðganir).

  • Land þar sem flestar nauðganir eru kærðar. Hugmyndin fyllir mig hálfgerðri óraunveruleikatilfinningu. Það hlýtur að gefa til kynna ákveðið gildismat sem er samofið kúltúrnum.

 16. Ætlar enginn að hrósa Sæla fyrir þetta snilldarkvæði?

 17. Um þetta kvæði ætti nú bara sem minnst að segja.

  Hinsvegar: Það hefur margt og mikið verið skrifað um Assange, og það áður en þetta stóra lekamál kom upp. Hann er gífurlega umdeildur meðal uppljóstrunarblaðamanna, hann þykir týrant sem sölsar undir sig uppgötvanir annarra og þykir svíkja fólk hægri og vinstri. Og aftur: þetta eru frásagnir frá því áður hann varð Public Enemy Nr. 1 í BNA.

  Ég held að staðreyndin sé sú að Assange sé skíthæll sem hefur notað sér stöðu sína til að fá vilja sínum framgengt gagnvart konum sem styðja boðskap hans og trúa á hann – á nákvæmlega sama hátt og hann notar sér nú pólitíska stöðu sína til að fá peninga og skjól frá Michael Moore og slíku slekti, neyðir þá til að verða meðseka; notar heilagleika sinn til að skýla siðleysi sínu.

  Hann er samt góður blaðamaður. Og þetta er ekki mutually exclusive. Hvað er svona erfitt við að trúa því?

 18. Þetta er ekki nauðgun, heldur dónaskapur hjá Assange. Konan hefði greinilega ekki sett sig mikið á móti samförum hefði hann verið með smokk enda er það eina sem hún hefur að athuga. Hún er á bömmer yfir því að hafa stundað óvarðar samfarir og er móðguð á yfirgangi Assange að taka sér það bessaleyfi að verja sig ekki. Hins vegar gerði hún ekki neitt, það er ekki eins og hún hafi reynt að koma sér í burtu. Það kemur fram að hún hafi ALDREI átt óvarðar samfarir, þannig að þetta er gríðarlegt sjokk fyrir hana, hún virðist halda að maður fái AIDS líklega ef maður gerir það(það eru svo örfáir með aids að ég skil ekki hennar hræðslu, eflaust megum við þakka svenska utbildningskerfinu og SVT fyrir þetta). Hún virðist vera hysterísk (og hann virðist vera dóni, gott kombó).
  p.s. Það var einhver flagari smitaður af AIDS sem fór um Svíaríki fyrir um 5 árum og átti óvarin mök við um 100 konur, aðeins um 3 smituðust sem sýnir að jafnvel þó maður sé með AIDS þá eru ekki gríðarmiklar líkur að maður fái það.

  • Að hefja samfarir við sofandi manneskju sem þú hefur engar forsendur til að ætla að vilji þær samfarir og er vitanlega ekki í ástandi til að segja þér að hún vilji þær ekki, það er víst nauðgun. Rétt eins og það heitir nauðgun að ríða áfengisdauðri manneskju. Að kalla konu móðursjúka við að vilja ekki stunda óvarið kynlíf við ókunnugan mann er svo bara allt annar handleggur, ég mæli með því að þú hugsir þig um.

  • “hún virðist halda að maður fái AIDS líklega ef maður gerir það(það eru svo örfáir með aids að ég skil ekki hennar hræðslu”
   Og ef allir tileinkuðu sér viðhorf þessarar konu og enginn sýndi viðlíka tilburði og Assange þá væru ennþá færri með AIDS. Einhvern veginn smitast þeir sem ennþá smitast, og algengasta smitleiðin árið 2010 er með kynmökum gagnkynhneigðra. Að þér detti í hug að gera lítið úr þessari konu, ekki bara sem fórnarlambi heldur sem manneskju sem reynir að taka ábyrgð á eigin heilsu, er algjörlega forkastanlegt.

 19. Varðandi svona mál: tökum ÍSLAND …

  Fyrir skemstu var maður opinberlega borinn þeim sökum að hafa framið ýmis kynferðisbrot gegn konu.

  Meðal annars mun hann hafa framið á henni kynferðisbrot með augnaráðinu: augnaráði sem að sögn brotaþola gaf til kynna að brjótandinn liti ekki lengur á hana sem barn, en er þessi brot áttu sér stað var hún á bilinu fimmtán ára og framundir tvítugt, og varð, á þessum tíma, síkvenlegri í vexti að eigin sögn (og ekki ástæða til að rengja það).

  Sami maður framdi (skv. frásögn á Pressunni) kynferðisbrot gegn sömu konu/stúlku með því að segja við hana þann fyrsta janúar 1986: “Þú ert ekki lengur stelpa, heldur kona”.

  Önnur kona hefur stigið fram og fullyrðir að sá hinn sami maður og framdi þessa kynferðisglæpi sé sekur um þann kynferðisglæp að hafa, í það minnsta stundum er þau föðmuðust, snert með brjóstkassa sínum barm hennar. Styrkir það trúverðugleika frásagnar hennar um þetta atriði að maður þessi er nokkuð þrekinn.

  Að fremja kynferðisglæp er að fremja sálarmorð (eflaust til ótal rannsóknir sem sanna það og óskandi að einhverjar þeirra væru íslenskum almenningi aðgengilegar, á íslensku semsagt, en svo er ekki að því er ég veit, og meira en sjálfsagt að krefjast þá þegar fjárveitingar til að slík gögn verði þýdd).

  Að fremja kynferðisglæp er að fremja sálarmorð, og þar eð um þennan part mannsins er að ræða, sálina, þarf enginn að undrast að hægt er að fremja kynferðisglæpi með – einmitt – augnaráði, og með orðum sem klyngja í sálinni svo hún deyr, orðum eins og: “þú ert ekki lengur stelpa, heldur kona”.

  Konur sem skýrasta yfirsýn hafa yfir umfang kynferðisglæpa gegn konum fullyrða að nánast hver einasta kona hér á landi sé fórnarlamb kynferðisglæpa. Af því má klárlega ráða að nánast hver einasti karlmaður landsins hefur gerst sekur um kynferðisglæp gegn konu. Samt er það staðreynd, sorglega staðreynd, að nánast hver einasti karlmaður landsins gengur laus. Hversu lengi á það að viðgangast. How many roads must …? (við þekkjum öll sönginn).

  Á gullöld Stalínismans framdi fólk margvíslega glæpi gegn þjóð sinni og valdhöfum og var réttilega refsað. Hef ég lesið margt um þá gullöld og ætíð undrast allar þær nánast óteljandi tegundir glæpa sem fólk varð uppvíst að að fremja gegn þjóð sinni og Stalín, en ég hef ekki enn rekist á að nokkur hafi verið borinn þeirri sök í Sovét að hafa framið glæp með augnaráðinu einu. Þetta sýnir að Íslenskir karlmenn eru orðnir enn útsmognari glæpamenn en glæpafólk það sem Stalín og hans lögregla og leyniþjónusta átti við að eiga. Sem þýðir að hér á landi er þörf fyrir enn viðameiri og fullkomnari löggæslu en Stalin beitti gegn þegnum sínum.

  Að byrjað sé – í fjölmiðlum – að ákæra fólk fyrir augnatillit og setningar á borð við “þú ert ekki lengur barn, heldur kona” er þó altént spor í rétt átt, og óskandi að dómskerfið láti ekki sitt eftir liggja gagnvart glæpum sem þessum. Stalín vísaði veginn, við þurfum að ganga enn lengra og fagna ég því hvað konur eru þess meðvitaðir. Áfram …!

 20. Gott orð “vinstrifemínistar”. Þær virðast bókstaflega slefa yfir Júlla Assange, maður hittir jafnvel vinstrifemínista sem verja Islam þrátt fyrir alla sína viðbjóðslegu kvennfyrirlitningu. Það væri gaman að sjá rannsóknir á þessu fyrirbæri, vinstrifemínistar, hvað eiginlega er að gerast í kollinum á þeim.

 21. Nú nú: nýjasta Assfréttin er þessi, maður nokkur (Assange eða ekki að nafni) reyndi við konu. Þegar honum varð endanlega ljóst að sú vildi ekkert með hann hafa hætti hann því.

  Á ég þá að kalla til fjölmiðla hafi ég reynt við mann og hætt því þegar mér varð endanlega ljóst að hann vildi mig ekki. Er ég jafnvel að bregðast almenningi með því að kalla ekki til fjömiðla í slíkum tilfellum; eða þegar einhver reynir við mig og hættir því þegar honum verður endanlega ljóst að ég vil hann ekki?

  Haldi heimurinn áfram að breytast, undir leiðsögn femínista, í réttfasismahelvíti með sama hraða og á undanförnum árum er þess ekki langt að bíða að við lesum fréttir sem þessar: “Maður nokkur var staðinn að því að gefa konu auga. Hann hefur verið látinn laus gegn tryggingu.”

 22. Eftir að hafa lesið þennan pistil og mörg kommentin hér er ég ekki hissa á því að formaður Lögmannafélagsins hafi fengið nóg um daginn og svarað femínistum á síðum Pressunnar, varðandi sönnunarbyrði, nánar tiltekið að það eitt að sannað þyki að meint fórnarlamb geti talist sýna einkenni svokallaðrar áfallastreituröskunar, er engin sönnun ein og sér á því að tiltekinn sakborningur hafi nauðgað viðkomandi.

  Á miðöldum, t.d. hjá ,,dómstólum” kaþólsku kirkjunnar, þótti þetta sem hér sést vera frambærilegur málflutningur. Í flestum nútímaríkjum er nú viðurkennt að þær aðferðir við að dæma menn geti ekki samræmst rökhugsun og réttlæti.
  Höfundur þessa pistils hér efst hefur ekkert fyrir sér annað en EINHLIÐA fullyrðingu meints fórnarlambs þessarar ,,nauðgunar”, og það gegnum fjölmiðla.
  Mann setur hljóðan að þetta skuli nægja einhverjum til að fella sök á viðkomandi, Assange í þessu tilviki. Þá getur maður spurt sig á hvaða greindarstigi þeir sem sjá hlutina með þessum hætti eru?

  • Þú ættir nú kannski að lesa þetta aftur og hægar. Ég er ekki að halda því fram að hann sé sekur heldur að hann eigi að svara til saka.

 23. Kæra Snilldur.
  Mér finnst þetta samt allt vera eitt stórt úlfur úlfur út af einum aumum rebba.
  Við verðum bara að vera sammála um að vera algerlega ósammála.

 24. Kræst. Ásdís: þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala. Ásakanirnar gegn Gunnari í krossinum eru miklu fleiri og alvarlegri en þig langar að nefna. Og að auki: Fullyrðingin “kynferðisofbeldi er SÁLARMORД er líklega ein viðurstyggilegasta sem fyrirfinnst. Þú ert að segja að fórnarlömb kynferðisofbeldis hafi ekki sálir.

  Það er ekki í lagi að segja það. Og það er augljós-fokking-lega ekki fokking satt. Ókei?

  Restin byggist á þessum fyrrnefndu, fáránlegu forsendum og er ekki svaraverð.

  Ásgeir: góðan daginn með alhæfingarnar. Hinn gígantíski hópur vinstrisinnaðra femínista, sem eru flestar vinstrisinnaðar konur í heiminum, deilir ekki skoðunum og það er ekkert hægt að alhæfa um þann hóp. Um það fjallar meira að segja pistillinn, sem þú virðist hafa skoðað orðin í, en ekki skilið samhengið þeirra á milli.

 25. Og Gústi: Afsakið mig fyrir að telja mig hæfan um að leggja mat á málsgögn. Þetta er ekki einhæf frásögn sem um ræðir; þú hefur augljóslega ekki lesið hana. Það er linkað á hana að ofan, hún er frá The Guardian. Mín skoðun, sem er jöfn skoðun hvaða kviðdóms sem er, er að frásögn kvennanna sé sennileg, en frásögn Assanges ólíkleg. Satt að segja held ég að flestir væru á þeirri skoðun sem læsu þetta fordómalaust.

  Forðast þú að tjá þig um 11. september þar sem ekki hefur fallið neinn dómur um það? Retórísk spurning, svarið er nei, þú vilt bara hafa þetta fáránlega þagnarbann þegar það hentar þér.

 26. Allt sem viðkemur kynlífi er nauðgun, klám eða vændi.

  Ósköp er mannskepnan orðin úrkynja

  • Já, það er ekkert lítill bömmer fyrir karlkynið að það skuli smátt og smátt vera að missa rétt sinn til að ríða sofandi konum.

 27. Ég er sammála um það að Wikileaks er fínt en að Assange eigi að svara til saka. Reyndar finnast mér þau mál að mestu óskyld, svona eins og að ákveða hvaða skoðun maður hefur á mögulegri inngöngu Íslands í ESB út frá því hvað manni finnst um Herman van Rompuy. Besta grein sem ég hef lesið um Assange er þessi hér, eftir Bruce Sterling: http://www.webstock.org.nz/blog/2010/the-blast-shack/

  Hún er reyndar eiginlega ekki neitt um sakamálið. Sem er ágætt. Það er fátt viturlegt hægt að segja um það.

Leave a Reply