Og þessvegna les ég ekki Fréttablaðið

by Hildur

Ég las Fréttablaðið í morgun. Það nenni ég næstum aldrei að gera, það einfaldlega vekur ekki áhuga minn. En í morgun gerði ég það og gerði stutta hausatalningu í leiðinni. Niðurstaðan er áhugaverð, ekki síst fyrir fólk í fyrirtækjarekstri sem vill vita hvar er heppilegt að auglýsa. Það ætti að sjá í hendi sér hversu spennandi lesning þetta er fyrir konur.

Nú. Með MS Paint að vopni rannsakaði ég svo blaðið aftur í morgun. Hér er niðurstaðan. Við byrjum að sjálfsögðu aftast en ég tek fram að ég hef að mestu eða öllu leyti fjarlægt auglýsingar, sérblöðin eru ekki með og mögulega tók ég út í einhverjum tilvikum umfjöllun sem skartaði engum manneskjum, hvorki körlum né konum. Að öðru leyti er allt blaðið hérna. Góða skemmtun.

Ein kona náði inn á baksíðuna, og má það kallast ágætt afrek miðað við það sem á eftir kemur. Reyndar kemur önnur kona óbeint við sögu en blaðamenn segja okkur að hinum stórskemmtilega Bubba Morthens finnist hann heppinn (já, ég sagði HEPPINN) að fá að vakna á hverjum degi við hliðina á konu sem er 20 árum yngri en hann.

Nú. Síða 26 er hin mikla kvennasíða þessa blaðs. Á henni eru BARA konur og fá lesendur að fræðast um allt hið skemmtilega sem á daga þeirra drífur. Þarna er t.d. viðtal við Hlín Einars um vefsíðu sem hún ætlar að stofna. Viðtalið er alveg ofboðsleg steypa, í fyrsta lagi virðist Hlín vera í endalausri mótsögn við sjálfa sig, í öðru lagi virðist hún ekki skilja hvernig fólk notar Internetið og í þriðja lagi var erfitt að vera nokkru nær um hvers konar vef hún ætlar að hrinda af stað eða hvaða tilgangi hann á að gegna. Restin af blaðsíðunni er svo slúður og fegurðardrottningar. Svona lítur þetta út:

Við leyfum svo næstu síðum að útskýra sig sjálfar:

Share on Google+Tweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on FacebookShare on LinkedInShare on StumbleUponShare on RedditEmail this to someone

97 Responses to “Og þessvegna les ég ekki Fréttablaðið”

 1. Shit hvað fólk er alltaf að væla um að það sé ekki nóg í blaðinu handa ykkur kvk eigum við kk að fara sétja á heimasíður núna þegar smáralindsblaðið eða hagkaups blaðið til dæmis það er miklu meira í boði handa ykkur í því farið bara að hætta þessu væli

 2. það er gaman að sjá hvað þarf lítið til að hneiksla þessa feminista.. ykkur text að krifja ALLT!! sem ykkur finnst vera á mis í jafnréttin kynjana og greinilega búin að leggjast svo lágt að sundurliða fréttablaðið og sem dæmi má nefna var að störfum nefnd til að ransaka þessi mál sem komst að þeirri niðurstöðu að karlmenn innu lengri vinnudag en kvennmenn og vildu þessi nefnd setja lög til að jafna vinnustundir en mín spurining er þessi, hvernig ætli þið að beita ykkur í þessum málum?
  Atvinnulausir á landinu öllu 13.490
  - Þar af karlar 7.582
  - Þar af konur 5.908

 3. Já svona til fróðleiks var þessi nefn mönnuð 2 feministum (og hafa þær báðar gefið það út, ekki það að ég sé að lesa það á milli línanna í umfjölluninni hjá þeim) OG ENGUM KARLMANNI!! og þessi nefn á að komast að einhverjum málamiðlunum og sanngjarni niðurstöðu?????

 4. ÓJBARASTA ÞÚ ERT VIÐBJÓSLEGUR FEMINISTI

 5. Skrýtið, ég hélt einmitt að konur stunduðu fótbolta. Og reyndar handbolta og körfubolta og golf og glímu og skák og ég veit ekki hvað, rétt eins og karlmenn. Af hverju ættum við þá að búa til nýja íþrótt, því í ósköpunum? Væri ekki réttara að rannsaka aðeins ástæðu þess að íþróttir og afrek kvenna á því sviði fá svo skammarlega litla umfjöllun sem raun ber vitni? Gæti ástæðan til dæmis verið sú að karlmenn hafa alla tíð stýrt íþróttaumfjöllun á landinu? Og getur kannski líka verið að það séu karlmennirnir í heiminum sem ráða yfir nær öllu fjármagnsflæðinu, m.a. því sem fer í íþróttir? Ha?

  æjj svona fimmára face fær mig alltaf til að hlæja…ágætis líking: að horfa á kvennafótbolta er nánast alveg eins og að horfa á bond mynd í slow mo… get lofað þer því að það mundi ekki vera fjölmennt í bíóhúsum landsins þegar myndir eru sýndar hægt og í lélegum gæðum jafnvel… held að þetta svarar öllu bullinu sem þú vast að niðurganga á blað þarna fyrir ofan…

 6. Hata svona helvítis feminista sem gera ekkert annað en að væla !!!

 7. sko halló þarna er verið að gera gagnrýna það að þeir tali við einhvern gaur sem er eflaust kosinn formaður einhverja félaga og svo til dæmis að bræður séu að gera það gott í tónlist! þetta er nú meira feminista kjaftæðið alveg ótrúlegt! og svo í sambandi við íþróttasíðurnar þarna var bara fjallað um kalla en þetta var nú líka eiginlega bara um enska boltann en það var reyndar staðan í körfubolta kvenna þarna! og svo fær íslenski kvennaboltinn alveg slatta af umfjöllun þegar að hann er í gangi! en hvernig væri að þið feministar stofnuðuð íþróttarás þar sem það væri bara kvennafótbolti, handbolti og körfubolti ef þetta er alveg jafn spennandi efni þá ætti að vera lítið mál fyrir ykkur að græða vel á því! og svo á blaðsíðu 6 þá er karlmaður að segjað íslensku þjóðgildin séu jafnrétti og frelsi!! þú ert væntanlega á móti því útaf því að það var karlmaður sem sagði það!! ég er alveg sammála því að það er eflaust meira um karlmenn í fjölmiðlum en konur en kannski er það ekki karlmönnum að kenna! maður nennir ekki að hlusta á svona rusl fólk eins og þig koma með eithvað svona bull!! þú ættir kannski að gera eithvað við tímann þinn til að komast í blaðið og segja frá einhverju merkilegu en ekki vera heima hjá þér eins og tussa að væla og spá í svona rugli! last örugglega ekki einu sinni greinarnar! skoðaðir myndir og fyrirsagnir!

 8. Nei sko, Mensa félagið er að fjölmenna á blogginu þínu Hildur. Til hamingju með það.

  • Heimska feminstatussan þín guð minn almáttugur hvað er í gangi!!!!!!

   • Veistu, ég heyri bara ekki í þér. Ég er með svo mikinn sand í píkunni og hálku í/á heilanum. Ég þarf bara að fá stórt typpi í skömmina mína og þá verður allt gott aftur.

 9. Mitt mottó er Lim fyrir alla. Femínista og kalla!!

 10. þú sökkar, nenni ekki að vera málefnalegur

 11. Guð minn almáttugur hvað þessu fólki sem kommentar hér hlítur að líða illa. Enda ekki annað hægt í þessum heimi sem stjórnað er af körlum. Þessi Fréttablaðssnepill á náttúrulega ekkert gott skilið fyrir þessa smán sem hann er að sýna kvenþjóðinni með því að niðurlægja þær með þessum hætti. Einhver benti á það hér að ofan að konur stunduðu íþróttir eins og karlar, en af hverju er þá ekki fjallað um það? Í staðinn eru 2 opnur fullar af einhverjum nautheimskum tuðrusparkandi vesælingum sem hefur gengið illa í skóla og eru bara ekki til annars nýtilegir en að fá bolta í andlitið. Að hugsa sér.

  Ohh, þetta gerir mig svo reiðann. Ég skora á þig að taka fyrir önnur blöð svo sem DV og Morgunblaðið og gera eins úttekt og senda þetta á fjölmiðlana. Ég er meira en til í að taka þátt í umræðum og málefnalegu spjalli um þessi mál, og skal gjarnan hjálpa til við að vekja athygli á þessu!!

  Kv, Bjarni – bjarninn@gmail.com.

  • Hah, þetta er rosalegt komment. Ég átta mig ekki á því hvort ég ætti að lesa það sem hreina kaldhæðni eða bara nákvæmlega eins og það kemur. Hvort heldur sem ætlunin var, þá þakka ég innlitið.

 12. Ahahahahahahahahahahaahaha þetta er skemmtilegasta íslenska bloggfærsla sem ég hef lesið lengi!! hahahahahahhahahahahahhaha Kommentin toppuðu síðan allt!

  og það er að renna upp fyrir mér margar duldar ástæður fyrir því að ég les sífellt sjaldnar Fréttablaðið….

 13. Við hvað eru þessir litlu karlar hræddir?

  Hvaða ógn er það að kona sé talinn vera jafningi? Hvaða ógn er það að þú og aðrar konur gerir þá lágmarkskröfu að komið sé fram við ykkur af virðingu og sanngirni?

  Eitt sinn var ég óttarleg karlremba og færði allskyns rök fyrir yfirbuðum okkar karla. Einn sem ég ræddi við um þessi mál, spurði mig þá af hverju ég vildi gera upp á milli barnana minna, að dætur mínar tvær ættu að fá minni tækifæri í lífinu en synir mínir bara af því að þeir fæddust með tippi? Ég hafði aldrei litið á málið svona. Auðvitað vil ég að dætur mínar njóti allrar virðingar og réttlætis sem völ er á. Ég leit ekki út fyrir minn litla heim.

  Það væri rétt fyrir þessa litlu stráka að íhuga aðeins hver það var sem fæddi þá, nærði og klæddi, vakti yfir þeim þegar þeir voru veikir, huggaði þá í sorgum og raunum lífsins og svo framvegis. Hvers á þessi kona að gjalda fyrir ást sína og umhyggju gagnvart þeim? Eða vilja þeir bara að mamma þeirra njóti virðingar en allar hinar ekki?

  Femínismi er jafnréttisbarátta, það þarf ekki neitt að óttas hana er það?

  • Skyldi maður ætla, Kjartan. Takk fyrir innleggið og heiðarleikann, það er gaman þegar fólk vaknar til vitundar um þessa hluti.

 14. Þetta er flott hjá þér Hildur Lillendahl :)

  Bestu kveðjur !

 15. Virkilega áhugavert að draga þetta sjónarhorn fram, frábært hjá þér að vekja athygli á svona staðreyndum sem margir vilja þó ekki viðurkenna enn.

  Áfram þú! :)

 16. Trackbacks

Leave a Reply