by Hildur

Engin plata, af öllum plötunum sem ég hef tekið ástfóstri við í gegnum tíðina, hefur jafnógeðslega mikið melankólíu-nostalgíu-tilfinningavellugildi fyrir mig og þessi. Undarlegt að hlusta á þessa tónlist. Rifja upp sjitt úff. Ég spilaði hana ekki eftir 2003. Bara ekki. Var að prófa núna og þetta bara einkennilegt.

Allavega. Ætlaði ekki að blogga um það.

Vinkona mín ætlar að flytja til útlanda. Hún ætlar að halda kveðjupartí á laugardaginn. Það er Bond-þema. Í hverju fer kona í Bondpartí? Ég á ekki pels. Hjálp?

Share on Google+Tweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on FacebookShare on LinkedInShare on StumbleUponShare on RedditEmail this to someone

No Comments to “”

 1. Það er til að bonda, býst ég við.

 2. Ég sagði í hverju fer kona. As in í hvaða fötum.

 3. Nú, mislas. Kannski bondage fötum þá?

 4. Þú ferð auðvitað fáklædd. Helst í rétt nógu miklu til að hylja eins og eina litla kvenskammbyssu.

  Til þess að þú fáir betri hugmynd um það til hvers er ætlast af þér, vitna ég hér orðrétt í síðustu bók sem ég kláraði, sem var einmitt “On Her Majesty’s Secret Service” – fjarska fínt nota bene að kynna sér innri díalóg Bonds í gegnum bækurnar, maður fer alveg á mis við stórkostleika hugsana hans í myndunum:

  “On the beaten stretch of sand below where James Bond was sitting, two golden girls in exciting bikins packed up the game of Jokari which they had been so provocatively playing and raced each other up the steps towards Bond’s shelter. They flaunted their bodies at him, paused and chattered to see if he would respond, and, when he didn’t, linked arms and sauntered towards the town, leaving Bond wondering why it was that French girls had more prominent navels than any others. Was it that French surgeons sought to add, even in this minute respect, to the future sex-appeal of girl babies?”

  Sem sagt, nafli, kynþokki, og spennandi bikiní.

  Ekki veit ég hvað þú myndir gera án mín.

 5. Þessi færsla var náttúrulega sérstaklega ætluð þér sem sérlegum Bondfræðingi mínum. Við eigum ennþá eftir að ljúka við að kvikmynda On her Majesty’s secret service. Þurfum að skella okkur í það þegar það fer að róast hjá mér. Ég held ennþá með Ben Kingsley. En svona í alvöru, ég get ekki farið í bikiníi, ég þarf að syngja í karókí og daðra við sæta kokkinn. Hvorugan þessara hluta myndi ég geta gert í bikiníi á bar.

 6. Hildur Lilliendahl, þú ferð í bikiníi. Þetta er útrætt mál.

 7. Ég fann buxur til sölu á internetinu:
  http://barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=4887708&advtype=7&page=1

  En ég er frekar blönk.

 8. anonymous er án efa fyndnasta persóna sem ég hef séð ánetinu áður. Hat tip for you brother.

  Annars að Bond (ég er enn að hlægja að þessu með bondage fötin), ég held að sú eigir pels Hildur og ef ekki þá langar mig að vita hvað varð um hann. Og þá stend ég með Mr.Eik ÖN sizzler í bíkínístæðunni. Og auðvitað munnstykki og byssu.

  Og fyrst ég er að þessu þá ætla ég að fara yfir það helsta sem á daga mína hefur drifið þá síðustu daga sem hafa liðið.

  Mánudagur: ekkert spes, flutti eitt skrifborð milli hverfa og fór á clerks tvö í bíó. hún var fín.

  Þriðjudagur: sama uppá teningnum, fiktaði heilmikið í tölvunni minni og fór á nacho libre í bíó. hún var undir meðallagi en innihélt brandara sem voru yfir ofanlagi.

  Miðvikudagur: svolítið var skrafað í símann í dag, hitti fólk úti á götu og fór í vinnuna og sona.

  Já þá er því lokið.

  Engar áhyggjur ég kem aftur og segi ykkur restina með smá veðurpælingum í bónus. Sem bónus. Það er alltaf sama veðrið í bónus bara misjafnt eftir staðsetningu.

  Bless.

 9. Pfiff, held þú verðir bara að taka flipside-ið á þetta og mæta í smóking á la Bond sjálfur. Bæði töff og hot.

 10. Sveiattan svona hugmyndir. JafnréttisBond er fyrir Pierce Brosnan og sambærilega hugmyndasvikara. Að kona klæðist karlmannsfötum í veislu er algerlega andstætt öllu sem Bond stendur fyrir!

  Auk þess hélt ég að ég væri búinn að kveða upp dóm í þessu máli.

  Skúli, ertu búinn að sjá Road to Guantanamo? Á maður að skella sér á hana?

 11. Jú Hildur, bikiní. Ekki spurning! Hefur Eiríkur einhverntímann gefið þér slæm ráð?

  Hver er að flytja til útlanda?

 12. Eiríkur fær auðvitað einvörðungu góðar hugmyndir. En ég ætla ekki að þiggja þessa. Kannski á ég ennþá leður-minipils… Hm. Þarf að kíkja í fataskápinn. Vona að ég hafi ekki hent því. Best væri að eiga sökkabönd og skammbyssu, en ég á ekki pening fyrir því. HALLÓ! GETUR EINHVER LÁNAÐ MÉR SOKKABÖND?

  Sú sem er að flytja til útlanda vinnur með mér á Lauga-ási. Hmm. Hvað fleira. Já, pelsinum mínum var stolið á Óliver í vor Skúli. Og ég á ekki smóking, annars færi ég í svoleiðis, kyngervisusli er auðvitað sérstaklega skemmtilegur þegar hann á síst við.

  Já og Skúli, viltu deila blogginu með mér? Þér er það guðvelkomið. Svo gætirðu náttúrulega stofnað þitt eigið. Eða hringt í mig við tækifæri (held að ég sé laus eftir hálfan mánuð) og þulið upp lífið þitt fyrir mig yfir öli… Ha, er ég að endurtaka mig? Er ég með öl á heilanum? Rennur öl um æðar mér?

 13. Já, en það er bara hreinlega ekkert sérlega spennandi við þennan tiltekna kyngervisusla. Það er búið að leika hann í síðustu Bond-myndum, og ég var bara að vona að þessari hörmung færi brátt að ljúka.

  MI5 er enginn “equal opportunity employer”, þakk’ykkur fyrir.

 14. Mér er alveg sama um Bond.

  En manstu hver gaf þér þessa fögru plötu hans Jeff okkar?, ég man það. Það var ég, ég þessi góða sem er alltaf svo góð. Jebb.

 15. silfurlitaður spandexgalli að sjálfsögðu og svo verður þú að vera með fylgihluti eins og t.d. laser sem sker demanta, sólgleraugu sem sjá í gegnum alla smókingana, iguanaeðlu á öxlina eða stóran feitan vindil.

  Jafnvel að mæta í skrifstofudragt og vera Moneypenny.

Leave a Reply