Ekkilæraheimabööööh

by Hildur

Hér er svona dæmigerð krúttuekkifrétt á internetinu. Þriggja ára barn klifrar upp á stól við tölvu, tékkar á E-bay og kaupir bíl. Voða smútsjílegt. Foreldrarnir útskýra málið og boðið er ógilt og málið er dautt. Öllu áhugaverðari eru “tengdar vefleitir” sem embla býður upp á:

Sun lost losti skelfing dagblað Nissan

Annars komst ég að því hjá eXTReMe Tracking að loksins (LOKSINS segi ég og skrifa) lenti einhver á blogginu mínu eftir að hafa gúglað nafnið mitt. Það hefur m.a.s. gerst OFT undanfarna daga. LOKSINS á ég nægilega æstan aðdáanda eða óvin til þess að hann nenni að gúgla mig. Kræst hvað ég er búin að bíða lengi eftir þessu. Trakkerinn hefur sko verið í gangi síðan í maí gott fólk. Í MAÍ. Og hingað til eru lang -takið eftir- LANGalgengustu leitirnar “snilldur.blogspot.com” (já, fólk er greinilega svona heimskt) og “Jarvis Cocker”.

Pælið í því.

Share on Google+Tweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on FacebookShare on LinkedInShare on StumbleUponShare on RedditEmail this to someone

No Comments to “Ekkilæraheimabööööh”

  1. Þú ert með svo skemmtilegt blögg!

  2. Hildur, er hann Pétur Ben tónlistarmaður eitthvað skyldur þér? Það rann allt í einu fyrir mér að þetta er næstum því sama andlitið, plús eða mínus einhver skeggrót.

  3. Sveibjörn: ÉG VEIT!

    Ágúst: Tjah, ég veit ekki til þess að við séum skyld, en ég hef þjónað honum. Ætli það sé þessi hjónasvipur sem gerir það að verkum að mér finnst hann hrekalega sætur?

  4. Þjóna, hjóna … ég þekki þessi mál ekki. Mætti þá teljast magnaður hjónasvipur.

  5. Ég tek reglulega feil á Pétri og Hildi. Sem er misvandræðalegt.

Leave a Reply