Skógarlíf VII

by Hildur

Fyrir ca. hálftíma síðan, þegar ég var rétt að ljúka við barnaklámsfærsluna, fínpússa tengla og annað smotterí, birtist kötturinn minn í opnum glugganum með skrækjandi skógarþröst í munninum. Ég hvæsti og öskraði á köttinn sem hrökklaðist út aftur og hófst fóta við að kála fuglinum í garðinum. Ég skellti öllum gluggum og þaut út í garð en þegar þangað var komið voru kisa og bíbí á bak og burt. Ekkert eftir af þeim nema breiða af þrastardúni fyrir neðan stofugluggann. Gluggarnir eru ennþá lokaðir, ég þarf að láta mér renna reiðin áður en ég hleypi andskotans dýrinu inn aftur. HÚN ER MEÐ FJÓRAR FOKKINGS BJÖLLUR! Hversu heimskir geta skógarþrestir raunverulega verið? Úff. Oj.

Share on Google+Tweet about this on TwitterShare on TumblrPin on PinterestShare on FacebookShare on LinkedInShare on StumbleUponShare on RedditEmail this to someone

Leave a Reply