Archive for March, 2011

March 30th, 2011

Svo ég böggi stundum konur …

by Hildur

Tina Fey hefur gefið út bók um femínismann sinn. Ég segi femínismann sinn vegna þess að hann er umdeildur. (Hver man ekki eftir ársgamalli og stórkostlegri grein Sadie á Tiger beatdown sem hét: 13 ways of looking at Liz Lemon og coinaði hugtakið Liz Lemonism: a certain variety of white, coastal-city dwelling, fairly well-to-do heterosexual cisgendered woman, a woman with a comfortable white-collar job that is so very comfortable and so very white-collar that she is free to spend her spare time yearning for, and semi-believing that she could attain, something with more “meaning.” Og já, áður en nokkur annar segir það, ég veit að hversu miklu leyti þessi lýsing á við um mig sjálfa.)

Nema hvað. Ég væri ábyggilega sammála Tinu Fey um margt ef ég læsi bókina hennar, mér finnst hún vissulega skemmtileg og treysti henni sæmilega til margra góðra hluta. Ég gæti best trúað því að ég myndi skemmta mér vel yfir bókinni hennar. En. Mikið andskoti fer svona málflutningur í taugarnar á reiða bitra sandípíkunni femínistanum sem ég er:

Her attitude is not resentment or simmering or a boring, ordinary, low-grade victimhood, but rather a more accurate and nuanced portrait of the modern working woman.

eins og segir í bókadómi Katie Roiphe á Slate. Hún segir líka:

Responding to a situation with humor, as opposed to, say, dead-serious self-righteousness, is a rhetorically effective way to get a political point across.

Urrrrrrg. Já. Bara urrrrrrrrg. Katie og Tina ættu kannski að stofna svona hressa grínstjórnmálahreyfingu af því að það er algjör óþarfi að vera alltaf svona leiðinlegur. Þær gætu kannski orðið forsetar.

March 27th, 2011

Ég fullyrði að mér hefur verið nauðgað

by Hildur

Það er stórmerkilegt að bera saman íslenskan og erlendan fréttaflutning af Iman al-Obeidi. AP segir hana hafa verið distraught meðan Logi Bergmann segir að hún hafi verið í annarlegu ástandi. AP segir hana hafa stormed in á hótelið til að segja erlendum fréttamönnum frá því að líbýskir hermenn hafi nauðgað henni á meðan 365 miðlar segja að hún hafi ruðst inn á hótelið og svo: fullyrti að líbískir hermenn hefðu nauðgað sér.

Aukinheldur má greina undarlegan tón í íslensku frásögninni þegar sagt er að hún hafi rifið af sér klæðin og heimtað að það væru teknar myndir af henni (og þá meina ég að þetta hljómar eins og verið sé að segja frá Ásdísi Rán). Frásögn fréttamanns AP, sem var á staðnum og 365 virðast byggja sína frétt á, er aftur á móti á þessa leið:

“They defecated and urinated on me and tied me up,” she said, her face streaming with tears. “They violated my honor, look at what the Gadhafi militiamen did to me.”

The woman, who appeared in her 30′s, wore a black robe and orange scarf around her neck and identified herself. She had scratches on her face and she pulled up her black robe to reveal a bloodied thigh.

Að einhverju leyti er þetta blæbrigðamunur, sbr. muninn á því að fullyrða að manni hafi verið nauðgað versus að segja frá því að manni hafi verið nauðgað. En þessi munur skiptir samt miklu máli og það er ekki að heyra að starfsmenn Vísis/Stöðvar 2 leggi mikinn trúnað á orð konunnar eða að hún eigi hjá þeim einhverja samúð.

AP fer strax í að segja frá því hvernig brugðist var við henni, þ.e. að reynt hafi verið að þagga niður í henni með ýmsum aðferðum, en 365 geyma það þar til síðast. AP segir að henni hafi tekist að koma frá sér upplýsingum áður en henni var hent út. Vísir segir hins vegar að hún hafi verið numin á brott af öryggisvörðum og því hafi fréttamenn ekki náð að ræða frekar við hana.

Og að fullyrða í inngangi að frétt að manneskja sem fréttin fjallar um hafi verið í annarlegu ástandi grefur að sjálfsögðu undan öllum hennar trúverðugleika. Ég geri ekki ráð fyrir að Logi Bergmann Eiðsson eða aðrir blaðamenn 365 séu sérstaklega ósammála því.

AP leggur áherslu á að konan hafi viljað upplýsa heiminn meðan 365 virðast leggja sig fram við að draga úr trúverðugleika hennar og setja alla klassísku fyrirvarana við frásögn hennar, sbr. hvernig nauðganir eru alltaf meintir glæpir, ólíkt öllum öðrum glæpum, í frásögu íslenskra fréttamiðla.

March 23rd, 2011

Jon Stewart hættir með Obama

by Hildur

Það hlaut að koma að því. Hef ég sagt ykkur hvað ég elska Jon Stewart mikið? SVONA MIKIÐ. Næstum eins mikið og Rob Brydon.

March 22nd, 2011

Stuðningur VG við stríðsrekstur

by Hildur

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segir skv. þessari frétt að stuðningur hans sjálfs og VG við hernaðaraðgerðir velti á því að farið sé eftir samþykkt öryggisráðsins.

Hefur farið fram umræða innan VG um það að stuðningur við loftárásir komi stundum til greina? Undir einhverjum kringumstæðum? Eru almennir flokksmenn sáttir við þessa yfirlýsingu Árna?

Hér eru valdar tilvitnanir í stefnuskrá flokksins, hvernig rímar þetta við orð Árna?

Ísland á að standa utan hernaðarbandalaga og hafna aukinni vígvæðingu. Íslendingar eru best settir án hers, hvort sem hann er innlendur eða erlendur. Brýnt er að friðlýsa landið og lögsögu þess fyrir kjarnorku- sýkla- og efnavopnum og banna umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Beina verður aukinni athygli að umhverfisöryggi og vernda hafið fyrir úrgangi frá kjarnorkuverum og herstöðvum.

Vinstrihreyfingin­ – grænt framboð vill binda enda á hersetu í landinu og aðild að hernaðarbandalagi, en leggur áherslu á að eiga gott og friðsamlegt samstarf við allar þjóðir, vernda náttúru og umhverfi landsins og tryggja sjálfbæra þróun samfélagsins.

Ísland á að styðja eindregið markmið Sameinuðu þjóðanna og ákvæði mannréttindayfirlýsingarinnar með því að leggja sitt af mörkum til að útrýma fátækt og hungri, félagslegu ranglæti, misskiptingu auðs, kynþáttamismunun, mannréttindabrotum og hernaðarhyggju.

March 21st, 2011

Vanþakklæti og dómgreindarleysi Gerðar Kristnýjar

by Hildur

Mig langar bara að segja að mér finnst það helber dónaskapur af Gerði Kristnýju að vera gjörsamlega endalaust inni á gafli hjá aumingja Agli Helgasyni, planta sér í settið hans, éta jarðarberin hans og drekka vínið, njóta allra lystisemdanna sem RÚV býður gestum sínum uppá, og voga sér svo að gera lítið úr gjafmildi hans með því að rægja hann sínkt og heilagt í fjölmiðlum og á internetinu. Væri ekki nær að hún tæki ábyrgð á gjörðum síns eigin heimilis og kæmi karlinum sem hún er gift í skilning um að ef Egill á að geta fjallað um bækur kvenna þurfi hann að andskotast til þess að gefa þær út fyrst?

Hrmpf.

March 14th, 2011

Brúðkaupsveisla

by Hildur

Eftir því sem ég kemst næst eru til þrjár myndir af okkur Palla saman úr lítilli brúðkaupsveislu sem við héldum síðasta sumar. Þær líta svona út.Tags:
March 11th, 2011

Spurning dagsins

by Hildur

Hvernig flokkar maður tyggigúmmí?

March 10th, 2011

Að vera í félagi

by Hildur

Ég fór að fordæmi einhvers og skrifaði söguna af mínum 8. mars í ár inn á femínistapóstlistann. Datt svo í hug að segja hana hér líka, þarna er einhver relevans við undanfarin 30 ár á Íslandi sem ég held að skipti ótrúlega miklu máli fyrir samfélagið sem við byggjum.

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti og hann á 100 ára afmæli í ár. Það var árið 1911 sem þetta hófst (þá að vísu eitthvað síðar í mánuðinum ef mér skjöplast ekki) með hávaða og kröfugöngum í Austurríki, Þýskalandi, Sviss og Danmörku. Það voru því tímamót í ár. Ég var í Ráðhúsinu þar sem (eins og ég gef mér að mörg ykkar viti) er árleg 8. mars dagskrá. Að henni standa hin ýmsustu félagasamtök kvenna- og friðarhreyfingarinnar og dagskráin í ár var mjög góð.

Ég yfirgaf svæðið hins vegar mun daprari en ég nálgaðist það. Ég áttaði mig á því meðan ég sat þarna að meðalaldur gesta var miklu hærri en meðalaldur fyrirlesara og ég fylltist ótrúlegu vonleysi yfir mætingunni. Þarna sá ég ótrúlega fátt fólk sem ég þekki og þau sem ég þekkti voru næstum öll úr Samtökum hernaðarandstæðinga.

Ég vinn í Ráðhúsinu og ég horfði á konurnar í húsinu láta sig hverfa um og uppúr fimm, þegar fundurinn byrjaði, og í besta falli gjóa augunum niður í Tjarnarsalinn á leiðinni út í bíl. Þarna var engin af samstarfskonum mínum í Ráðhúsinu. (Ég hafði óskað einhverjum þeirra til hamingju með daginn um morguninn og þurft í kjölfarið að útskýra hvað 8. mars er.) Einn borgarfulltrúi mætti þegar fundurinn var næstum hálfnaður. Einn. Ég sá engan þingmann, ég sá enga konu úr fjölskyldunni minni, ég sá ekki eina einustu vinkonu mína – og nánast allar vinkonur mínar eru militant femínistar – og ég sá enga kynjafræðiprófessora. I could go on.

Ég ræddi þetta svo seinna um kvöldið við einhvern sem benti á að okkar kynslóð (þá erum við að tala um fólk sem er fætt kannski ca. eftir 70) hefði bara engan skilning á félagastarfi. Að við værum alin upp við svo mikla einstaklingshyggju að við vissum ekki hvað svona samtakamáttur getur þýtt. Þetta þótti mér afbragðsgóður punktur og hann rímar fullkomlega við mitt uppeldi, það er ótrúlega stutt síðan orðið fundarsköp fór að hafa einhverja merkingu fyrir mér, eða ég fór að skilja hvað það þýðir að tilheyra félagi og taka þátt í starfi þess. Skilja að samtakamáttur er til og skiptir máli. Og hvað hann gæti verið miklu, miklu meiri en hann er ef við værum ekki svona gegnsýrð af einstaklingshyggjunni.

Auk þess þætti mér vænt um að íslensk verkalýðsfélög færu að gera eitthvað annað en að leigja út tjaldvagna. Jájá. Hugleiðingar.

March 9th, 2011

BESTI. SPJALLÞRÁÐUR. Í. HEIMI.

by Hildur

Samfés :S.

Á doktor.is. Via Gelsa.

hver er pickup línan ?

Heyrði einhverntímann að það væri Sælir og svo ef gaurinn eða gellan myndi segja á móti Nilli væriru ”dottinn” í sleik.

það er fyrir nasaböllin
pickup linan a samfes er sögð vera ,,mjellah,,

Tags:
March 9th, 2011

Karlasamsæri | Drífa Snædal

by Hildur

Hin fáránlega hugmynd um karlasamsæri | Drífa Snædal

Til hamingju með daginn í gær. Ef hingað slysast einhverntímann einhverjir sem ekki skilgreina sig sem femínista gerðu þeir rétt í að lesa þessa grein eftir Drífu. Hinir mega svo lesa hana sér til ánægju.