Archive for September 28th, 2006

September 28th, 2006

Hádegi í leðurpilsi út í móa í New York

by Hildur

Nóg að gera á Mogga. Rétt áðan rifjaðist upp fyrir mér hvernig lyktin af New York er. Sem er auðvitað fáránlegt af því mig rekur ekki minni til þess að það sé sérstök lykt af New York. En áðan mundi ég hana samt. Fann hana eitt augnablik án þess að finna hana í alvöru og ekki fyrr en rétt á eftir áttaði ég mig á því að þetta væri New York lykt. Og nokkrum sekúndum síðar gat ég ómögulega munað hvernig lykt þetta var. En mig minnir að hún hafi verið sæt. Mig langar að komast aftur þangað fyrir jól. Þarf að kanna málið. Mig langar að taka Sævar með. Einhverntímann stóð til að við færum í október, það var svo bara einhvernveginn ekki rætt frekar. Jamm og já.

Annars hlakka ég til að gráta virkjanatárum í myrkrinu í kvöld. Þótt ég eigi vissulega að vera að gera eitthvað allt annað, hmmm ha Jóhannes Gísli og ‘unna’ og allt það. Sagan endalausa.

Já og ég fann leðurpilsið. Nú vantar bara sokkabönd og skammbyssu. Einhver? Plíííís! Ég á svona þrjúhundruð kall. Svo að ég get ekki keypt neitt. Fyrir utan að frá og með fyrramáli verð ég að vinna þangað til ég fer í partí eitt og um leið og ég verð búin að sofa það úr mér, mæti ég aftur í vinnu hvar ég verð fram að partíi 2 -sem er Bondpartí. HJÁLP! Já. Yfir og út.

P.s. Ef einhver er til í að kenna starfsfólki á fasteignasölum landsins að nota greinarmerki, bil, hástafi og skammstafanir fær sá hinn sami/sú hin sama sogblett frá mér sem þakklætisvott.