Archive for September 25th, 2006

September 25th, 2006

Ekkilæraheimabööööh

by Hildur

Hér er svona dæmigerð krúttuekkifrétt á internetinu. Þriggja ára barn klifrar upp á stól við tölvu, tékkar á E-bay og kaupir bíl. Voða smútsjílegt. Foreldrarnir útskýra málið og boðið er ógilt og málið er dautt. Öllu áhugaverðari eru “tengdar vefleitir” sem embla býður upp á:

Sun lost losti skelfing dagblað Nissan

Annars komst ég að því hjá eXTReMe Tracking að loksins (LOKSINS segi ég og skrifa) lenti einhver á blogginu mínu eftir að hafa gúglað nafnið mitt. Það hefur m.a.s. gerst OFT undanfarna daga. LOKSINS á ég nægilega æstan aðdáanda eða óvin til þess að hann nenni að gúgla mig. Kræst hvað ég er búin að bíða lengi eftir þessu. Trakkerinn hefur sko verið í gangi síðan í maí gott fólk. Í MAÍ. Og hingað til eru lang -takið eftir- LANGalgengustu leitirnar “snilldur.blogspot.com” (já, fólk er greinilega svona heimskt) og “Jarvis Cocker”.

Pælið í því.

September 25th, 2006

Bloggtryllingurinn

by Hildur

2 x á dag frá mánudegi til föstudags ek ég bifreið minni framhjá fyrirtæki sem nefnist Barnasmiðjan. Í hvert eitt og einasta skipti spinnst ósjálfrátt upp í höfði mér nýr og nýr vísindaskáldsöguþráður.

P.s. Ég er bloggtryllt af því að ég á að vera að gera ævintýralega leiðinlegt heimaverkefni sem felst í því að finna tiltekin orð í Íslendingasögunum og svara spurningum út frá því. Ekki sérlega fræðandi, ónáttúrulega tímafrekt, ekkert challenge -alveg raunverulega idiotproof og eiginlega bara almennt sjúklega leiðinlegt. En svona er nú það.

September 25th, 2006

Skógarlíf VII

by Hildur

Fyrir ca. hálftíma síðan, þegar ég var rétt að ljúka við barnaklámsfærsluna, fínpússa tengla og annað smotterí, birtist kötturinn minn í opnum glugganum með skrækjandi skógarþröst í munninum. Ég hvæsti og öskraði á köttinn sem hrökklaðist út aftur og hófst fóta við að kála fuglinum í garðinum. Ég skellti öllum gluggum og þaut út í garð en þegar þangað var komið voru kisa og bíbí á bak og burt. Ekkert eftir af þeim nema breiða af þrastardúni fyrir neðan stofugluggann. Gluggarnir eru ennþá lokaðir, ég þarf að láta mér renna reiðin áður en ég hleypi andskotans dýrinu inn aftur. HÚN ER MEÐ FJÓRAR FOKKINGS BJÖLLUR! Hversu heimskir geta skógarþrestir raunverulega verið? Úff. Oj.

September 25th, 2006

Af barnaklámi

by Hildur

Allt í fína. Þetta er gamalt mál og flokkast þessi færsla undir tilgangslaust nöldur. En skrú jú. Það verður í öllu falli athyglisvert að sjá hversu margir slæðast hingað næstu vikurnar, mánuðina, árin eftir að hafa slegið upp í leitarvélum þessu orði sem ég hef aldrei skilið. Barnaklám. Þetta er svona eins og rúmglas. Eða fiskadúnn. Eins og þetta samsetta orð hafi einhverja merkingu – eða eigi að hafa einhverja merkingu – sem samt gengur einhvern veginn ekki alveg upp. Allavega.

Ég ætla að segja ykkur söguna sem sögð er með öðrum orðum í hlekknum hér að ofan. Söguna af Kristjáni Arasyni. Kristján Arason var nítján ára gamall drengur sem bjó með foreldrum sínum í Hafnarfirði og átti ofsalega fína tölvu. Þegar tölvan hans bilaði varð drengurinn Kristján ákaflega sorgmæddur og fór með hana á verkstæði.

Ljótu kallarnir á verkstæðinu gerðu ekki bara við tölvu drengsins heldur GRÖMSUÐU í henni! Þvílíkur dónaskapur. Í gramsinu fundu þeir nokkur hundruð gullfallegar myndir af allsberum börnum. Ljótu verkstæðiskallarnir settu upp englabrosin sín og geislabaugana og hringdu á lögregluna. Þeir sögðust bara hafa verið að reyna að laga tölvu drengsins þegar þessar barnamyndir hafi allt í einu stokkið upp á skjáinn. Lögreglan tók það gott og gilt og hélt á brott með tölvuna. Eftir stóðu glaðhlakkalegir verkstæðismenn, neru saman höndum og hlógu digurbarkalegum hlátri. Aumingja litli drengurinn var heima hjá sér, ákaflega dapur af því að tölvan hans var svo lengi í viðgerð. En hann lét huggast að nokkru leyti þegar hann fékk lánaða tölvu hjá vini sínum.

Einn góðan veðurdag bankaði lögreglan upp á hjá litla drengnum og hrifsaði af honum hina tölvuna líka! Þetta eru nú meiri kallarnir hugsaði Kristján ringlaður með sér. Lögreglumennirnir skipuðu Kristjáni litla að mæta fyrir dómara. Þá varð pilturinn heldur en ekki skelkaður, hvað gera eiginlega dómarar? Eru þeir góðir? Eða kannski vondir? Setja þeir kannski unga pilta í fangelsi bara af því að tölvan bilar? Nei, það gat ekki verið. Drengurinn herti upp hugann, hélt heldur upplitsdjarfur til dómarans og sagði honum sögu sína. Allt er gott sem endar vel og klappaði dómarinn drengnum á kollinn, þakkaði honum fyrir að vera heiðarlegur og einlægur í sögu sinni, sagði hann frjálsan ferða sinna um leið og hann hefði hækkað yfirdráttinn sinn fyrir lögmannskostnaðinum; fimmtíu þúsund krónum.

Reyndar fékk aumingja pilturinn aldrei að sjá tölvuna sína framar, svo sagan endar kannski ekkert vel eftir allt saman.