Archive for September 11th, 2006

September 11th, 2006

Samtal rétt fyrir svefninn…

by Hildur

…og svei mér þá ef það létti ekki lund mína eilítið.

Sævar: Ég hata að elska og elska að hata.
Hildur: Ég elska að elska og sleppi því að hata.
Sævar: Hatarðu ekki að hata?
Hildur: Nei, ég sleppi því frekar, þá líður manni miklu betur.
Sævar: Hótanir eru ekki það versta í heimi skal ég segja þér. Það eru tannpína, stríð og vopn.

September 11th, 2006

P.p.s.

by Hildur

Önnur ástæða fyrir því að ég er sorgmædd: það er ellefti september. Mér er óglatt. Ég hef viðurstyggð á fólki, fokk jú ógeðin ykkar. Ráðamenn íslensku þjóðarinnar í Speglinum fremstir meðal jafningja. GUBB.

[...] hamingja ykkar er smávaxin og þvinguð og ég hræki á hana; bjartsýni ykkar er lygi sem þið staglist á í skipulögðu og lífslöngu undanhaldi frá smáum sálum ykkar og stöðugt óhjákvæmilegri dauða.

Uppgjörið verður aldrei. Eyðimörkin – þvinguð sýn ykkar á heiminn, rúmar einungis hið góða, ekki myrkrið, ljótleikann, lygina, og þess vegna get ég sagt, eins og svo margir, margir, aðrir hafa sagt á undan mér: þið eruð einföld, ill og takmörkuð eins og rakkar. Ég er hrópandinn í eyðimörkinni.

Úr Kröfu um nýjan fána Íslands eftir Steinar Braga.

September 11th, 2006

P.s.

by Hildur

Mér datt eitt í hug í dag. Mig grunar að að einhverju leyti (þó ekki öllu) hafi sálarlífið mitt verið að bregðast við líkamsstarfseminni. Ég fékk nefnilega eitthvað í vinstra augað áðan (sennilega handáburð eða Brial Shine) sem æ síðan hefur framleitt helling af tárum. I can hardly keep up í að þurrka þau í burtu. Kannski það geri mann tóman í hjartanu að framleiða tár, rétt eins og öfugt.

Annars bendi ég ÖLLUM á að fara hingað og hlusta á lagið sem þar spilast. Það er prittí.

Annars, á playlista í stafrófsröð: Arcade Fire, Beans, Beck, Belle and Sebastian, Beth Gibbons & Rustin Man, Bonnie ‘Prince’ Billy, Bright Eyes, Calexico, Cat power, Cowboy Junkies, Damien Jurado, Dave Matthews Band, Decemberists, Devendra Banhart, Elliott Smith, Emilíana Torrini, Feist, Graham Coxon, Iron and Wine, José Gonzales, Leonard Cohen, Massive Attack, Morrissey, Neil Young, Nick Cave, Pete Yorn, Simon & Garfunkel, Smiths, Stina Nordenstam, Suede, Sufjan Stevens, Tindersticks, Tom Waits, Vanessa Paradis, Velvet Underground og White Stripes.

September 11th, 2006

(James) Blönt

by Hildur

Já, hress hér hér. Tveir klukkutímar af lífi þínu sem þú færð aldrei tilbaka. Tveir klukkutímar af nýrýni og straumum og stefnum og einungis þrjú fjögur orð sem náðu að grípa athygli mína. Eitt þeirra var Eyðilandið. Hin voru ábyggilega í sms-um eða á interneti. Ég svaf lítið og illa í nótt og var skíthrædd.

Skrítið hvernig textar geta orkað á konu stundum. Hrint henni úr langþráðu jafnvægi sem reyndar hefur ekki sannað sig sem eftirsóknarvert. GAT. Skeð.

But somewhere, somehow, we lost the message, along the way, and when we got home, we bought ourselves a house. And we bought a car that we did not use, and we bought a cage and two singing birds. And at night we’d sit and listen to the canaries’ song. For we’d both run right out of words.

Skrítið að finna allt í einu að stefnan hefur verið tekin á ekkert þótt tökin á öllu séu góð. Ferðinni er heitið ekkert. Í mörg ár hefur æðsti draumurinn í rauninni ekki snúist um annað en daglegt líf. Að hafa fullkomið kontról á öllum stóru þáttum daglega lífsins. Og í augnablikinu (ekki gefa yfirlýsingar sem getur ekki staðið við) hef ég það. Ég mæti raunverulega í allar vinnurnar mínar og skólann, það er raunverulega sæmilega hreint heima hjá mér, ég er ekki að ljúga konstant að neinum eða meiða nokkurn vitandi vits, afsprengi mínu gengur vel og er hamingjusamt, við eldum kvöldmat, við horfum á sjónvarp, við vöskum upp, við fáum hálsbólgur og heimsóknir, við búum um rúm og við meira að segja gerum allt fokking tilbúið fyrir skólann kvöldið áður. Var það ekki þetta sem ég var að leita að? Er þetta ekki markmiðið? Hvað vantar? Er hugsanlegt að gatið hafi verið ósýnilegt vegna þess að það var svo mikið af praktískum götum sem þörfnuðust fyllinga?

…and tonight I feel like leaving
but your smell never leaves my room.

Af hverju er verra núna en alltaf þegar lífið hefur verið venjulegt og eitthvað eða einhver ofantalinna atriða í stórkostlegu ólagi? T-Ó-M og hrædd. Skrítið að vakna einn daginn og hugsa ég er fáviti. Skrítið að stíga út úr hamnum, standa í x fjarlægð, grandskoða og komast að þessari niðurstöðu.

Ég kom heim áðan og gekk hring um íbúðina mína, eins og ég væri í könnunarleiðangri og fattaði hversu hrædd ég er í alvörunni. Ekki við neitt áþreifanlegt, ekkert sem er til staðar eða yfirvofandi akkúrat núna heldur einmitt eitthvað órætt sem hugsanlega gæti orðið í fjarlægri (ó)fyrirséðri framtíð. Við margt órætt sem hugsanlega etc.

Til dæmis: Hvernig deilir fólk lífi sínu með öðru (fullorðnu) fólki? Hvernig afsalar fólk sér tilkallinu til alls þess einkalífs sem það lystir?

Kannski er bara aftur febrúar 2005.

Time is like a dream
And now, for a time, you are mine
Let’s hold fast to the dream
That tastes and sparkles like wine