Archive for September 4th, 2006

September 4th, 2006

Áhyggjur einstæðrar útivinnandi/Nöldur servitríssu?

by Hildur


“Hugtök eins og eignagleði eru góð og gild, en það er bara eins og annað sem vekur hjá manni gleði, hvort sem það er matur, vín eða konur, það þarf að vera hófsemd í þeim efnum til að vel fari. Um leið og græðgin fer úr böndunum þá verður hún mjög til ills, bæði fyrir viðkomandi og allt umhverfi viðkomandi.”

-Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri í viðtali í Kastljósi á RÚV, 3. september 2006. [Leturbreyting mín. Döh.]

Hugsið ykkur eftirfarandi ímyndaða scenaríó: Sama dag og Ríkissjónvarpið varpar drottningarviðtali við Herra Seðlabankastjóra og hann fær í því viðtali niðurgang yfir neysluvöruna konu (eða aðallega sjálfan sig?) á þennan einkar ósmekklega hátt sem lesa má um hér að ofan, þjónar kona Herra Seðlabankastjóra til borðs. Færir honum rjómalagaða sveppasúpu, meyra lambasteik, drykki, súkkulaðiköku og kaffi á eftir. Gengur um beina með bros á vör. Hvern langar að gubba?

Magni. Sko sorrí. Fleiri atkvæði frá Íslandi en í nokkrum alþingiskosningum fyrr eða síðar. Jújú, augljóst – í kosningum má bara kjósa einu sinni (ég þekki reyndar til manneskju sem kaus ákveðinn forseta tvisvar í sömu kosningunum, en það verður ekki rætt frekar á þessum vettvangi) nema þegar einkafyrirtæki græða pening á kosningunum og allt það. SAMT! Ég get ekki sagt ykkur hvað ég roðnaði mikið þegar í ljós kom að eftir hina geyyyypihallærislegu Magna-herferð sem reið yfir landið hafði hann uppskorið miklu fleiri atkvæði en allir hinir. Annars er ég vön að skammast mín ekki fyrir hönd annarra, enda hef ég í nógu að snúast við að skammast mín fyrir minn eigin niðurgang. Þetta var bara eitthvað svo yfirgengilega kjánalegt. Í stuttu máli sagt, Þórdís sagði það á undan mér og því get ég óhrædd sagt það sjálf: Æ dónt giv a ratts ass um rokkstar eða Magna. Því miður. Það gerir mig sjálfsagt að ákaflega lélegum Íslendingi, en svoleiðis verður það bara að vera. Ég hef bókstaflega heyrt fólk segjast vera sérlega stolt af þjóðerni sínu þar sem það deilir því með Magna. Vott ðe fokk?

Eitthvað fleira? Man ekki. Kannski seinna. Judd Nelson dótið var allavega hressandi. Mér finnst Judd Nelson vera mjög kynþokkafullur. Og hann minnir mig á einhvern sem ég kem ekki fyrir mig. Leiðinlegt.

Já og einhverntímann langar mig að ræða muninn á Chippendales og Goldfinger. Og það óþolandi heimskulega viðhorf að þarna sé um sama fyrirbærið að ræða. Og skortinn á umræðu meðal viti borinna um málefnið. En ekki núna, ég þarf að fara að sofa. Væri ljótt að sofna á Sigga Páls á morgun, ha?

September 4th, 2006

Morgunmatarklúbbur

by Hildur

Ég er byrjuð í skólanum. Jibbí(s)kóla. Ég elska skólann. Ég er samt ennþá í fimmtán vinnum. Þetta verður snúið.

Ég fékk tvo ruslpósta í röð á ljóð.is-póstinn minn. Sá fyrri var frá “Judd” og sá seinni frá “Nelson”. HAHA!