Getraun

Ekki má ég vera minni maður en gárungarnir. Hver reit og í hvaða bók birtist það:

„Ég er nú … einn heima hjá vinnukonunum, Ástu og Bjarneyju. Margs konar skringilegar hugrenningar vakna hjá mér (!).“

No Trackbacks

13 Comments

 1. Dagbók (Þór)Berts.

  Posted December 22, 2005 at 15:13 | Permalink
 2. Ég ætti kannski að hætta að vera svona fyrirsjáanlegur …

  Dagbók Berts var helvíti góð á sínum tíma. Þeir Sören Olsson og Anders Jacobsson klikka aldrei.

  Posted December 22, 2005 at 15:12 | Permalink
 3. Mig langar að giska á Dagbók Berts.

  Posted December 22, 2005 at 15:08 | Permalink
 4. Það var hárrétt. Ljóri sálar minnar, brot úr dagbókum og bréfum Þórbergs Þórðarsonar frá árunum 1911 til 1916 (ef ég man rétt).

  Posted December 22, 2005 at 15:09 | Permalink
 5. Bókin Ljóri Sálar minnar eftir Þórberg kemur upp í kollinn…

  Þetta verður að verða Þórbergur.

  Posted December 22, 2005 at 15:07 | Permalink
 6. Nei, ekki hann heldur. Dagbókarbrot þetta kom út á prenti árið 1986, en hefur ekki verið endurútgefið.

  Posted December 22, 2005 at 15:02 | Permalink
 7. Andskotinn. Þá er þetta ekki úr Mínum ástum eftir Atla Högnason heldur.
  Þá skýt ég út í loftið á Dóra Lax og Hús skáldsins.

  Posted December 22, 2005 at 15:01 | Permalink
 8. Nei, það mun ekki vera.

  Posted December 22, 2005 at 12:22 | Permalink
 9. Atli Högnason – Ástarhringurinn 1

  Posted December 22, 2005 at 14:48 | Permalink
 10. Ekki aldeilis. Smá hint: Tekið upp úr dagbók eins okkar mestu rithöfunda frá árinu 1916. Birtist ekki á prenti fyrr en löngu síðar.

  Posted December 22, 2005 at 14:52 | Permalink
 11. Atli Högnason – Ástarhringurinn 2

  Posted December 22, 2005 at 09:34 | Permalink
 12. Ég gef þér bónusstig fyrir gott bakkaklór.

  Posted December 22, 2005 at 15:16 | Permalink
 13. Já, Dagbók Berts kom líka upp í kollinn á mér fyrst, en fyrsta hintið var komið þegar ég ætlaði að giska og þá fóru efasemdir að kvikna um að Dagbók Berts væri þetta gömul. :P

  Posted December 22, 2005 at 21:59 | Permalink