Flóð

Þetta er einhver sú furðulegasta fréttamynd sem ég hef séð. Fyrst hélt ég að gæsin væri kóbraslanga og hugði vin minn Othman Awang vera í talsverðri klípu. Kötturinn dregur svo upp heildarmynd angistar og volæðis, hið raunverulega fórnarlamb hinna malasísku flóða. Ef ég gæti myndi ég tengja á fréttina, en Morgunblaðið hefur þann háttinn á að opinbera aldrei tengla á þær fréttir sem ég vil tengja á.