Ástæða þess að ég er töff en ekki þið

Í gær fórum við faðir minn í Herrahúsið og keyptum á mig smókingskyrtu og slaufu, svo smókinginn minn endi ekki æfidaga sína mölétinn inni í skáp (enda þótt þar sé enginn mölur). Í gær var ég svo að bisa við að læra slaufuhnútinn. Gafst upp öskrandi og emjandi af bræði. Svo fékk ég hugljómun áðan og þetta er afraksturinn. Ójá, sjáið þessa fallega hnýttu slaufu. Þið megið hylla mig sem guð ykkar núna.

No Trackbacks

4 Comments

 1. Er það ekki hálfgert metnaðarleysi að kunna ekki að hnýta eigin slaufu, eigi menn smóking fyrir sérstök tilefni? Það er eiginlega eins og að nota smellubindi í staðinn fyrir alvöru.

  Posted December 22, 2005 at 00:48 | Permalink
 2. Nema hvað!

  Posted December 21, 2005 at 23:15 | Permalink
 3. Það er ég einnig. Eitthvert slaufuséní sagði á heimasíðu nokkurri um slaufur: „Of course, a pre-tied bow tie is not something to be seen with unless you’re a waiter or a musician.“ Og mun sá vera mestur alls sannleiks.

  Posted December 21, 2005 at 13:01 | Permalink
 4. JEI,glæsilegt herra Vídalín!! Nú er Silja glöð! :D

  Posted December 21, 2005 at 12:24 | Permalink