Í dag

Í veðri slíku sem nú er virðast húsin vera tvöfalt meiri um sig og allt fær einhvern ankannalegan og óverulegan blæ. Að ganga í vesturbænum í dag er eins og að vera staddur í millikafla í rómantískri gamanmynd.

Ég hef heyrt að Edda vilji ekki auglýsa nýjustu bók Stefáns Mána, að hann hafi kvartað undan þessu í fjölmiðla og hyggi jafnvel á útgefendaskipti. Mín fyrsta hugleiðing var: Er þetta ekki auglýsingin? Áreiðanlega er þetta líka betri auglýsing en „Ný bók eftir Stefán Mána!!!“ því fólk fer óhjákvæmilega að velta fyrir sér hvað gæti verið í bók sem sjálft forlagið vill ekki auglýsa.

No Trackbacks

3 Comments

  1. Já, allt verður einhvernveginn fegurra.

    Posted December 17, 2005 at 19:06 | Permalink
  2. Kuldaboli

    Posted December 15, 2005 at 18:54 | Permalink
  3. Hvergi líður mér betur en á röltinu um Þingholtin að hausti til þegar laufin eru farin að falla og það er smávegis gola… Þá þykir mér lífið athyglisverðara en ella. :)

    Posted December 16, 2005 at 20:16 | Permalink