Að halda eða ekki

Klukkan tólf fer ég í klippingu. Ég er enn að berjast við hvort ég eigi að halda toppnum, það eru ýmsir fríkí hárgreiðslumöguleikar innifólgnir í því, og ég hef heimfært einræðu Hamlets um örlögin upp á hárið án mikils árangurs. Svo fæ ég áreiðanlega engar uppástungur á þessum stutta tíma þartil svo lesendur mínir þurfa að lifa við þann hryllilega möguleika að mögulega hafi toppurinn fengið að fjúka. Eða haldast. En þannig er lífið, ekki neinn eilífðarpálmasunnudagur, meira eins og krossfesting á Golgata möguleikanna.

No Trackbacks

3 Comments

  1. Já, við þurfum að gera það! Þá get ég leitt ykkur í allan sannleik um hárvöxt minn og klippingar gegnum tíðina.

    Posted December 15, 2005 at 14:35 | Permalink
  2. Ah, of seinn… :(

    Posted December 15, 2005 at 13:46 | Permalink
  3. Þetta er glæsileg klipping. Gaman að rekast á þig,þurfum svo að fara að hittast almennilega! :)

    Posted December 15, 2005 at 13:48 | Permalink