Af Vostúni

Haft eftir glæpamanni: „Við þurfum að steypa Saddam Hussein af stóli, því hann á gereyðingarvopn og fyrir því er hann hættulegur. Þannig tryggjum við öryggi heimsins.“

Haft eftir sama glæpamanni, nokkru síðar: „Við þurftum að steypa Saddam Hussein af stóli, því hann var hættulegur, jafnvel þótt hann ætti engin gereyðingarvopn. Þannig tryggðum við öryggi heimsins.“

Mér finnst ég engu bættari eftir þessa duldu viðurkenningu. Það eru ekki allir sem reyna að réttlætt morð eftir að þeir komast að því að byssan var sápustykki. Að hann skuli ekki segja af sér eftir annað eins pólitískt sjálfsmorð. Það er reyndar trixið: Ef pólitíkus segir ekki af sér eftir valdníðslu þá fer fólk kannski að halda með tíð og tíma að hann hafi ekkert brotið af sér. Til hvers er annars þessi stríðsglæpadómstóll og hver eru viðurlögin fyrir að mæta ekki? Kannski evil eye frá Kofi Annan, sem annars virðist orðinn reglulegur penni á Fréttablaðinu?

No Trackbacks

8 Comments

 1. Ég er ekki eins og flestir aðrir.

  IKEA er víst sambærilegt við leyniþjónustu Bandaríkjanna.

  Posted December 14, 2005 at 22:15 | Permalink
 2. Varðandi IKEA-spurninguna, þá er svarið já, ef þú ert eins og flestir aðrir. Annars er þetta ekki sambærilegt.

  Blóraböggli, jú. Svona gerist þegar maður gætir sín ekki við að umorða fullsamdar setningar.

  Posted December 14, 2005 at 21:35 | Permalink
 3. Segir maður ekki “blóraböggli”? bögg, bögg.

  Og jú, CIA fá iðulega skömm í hattinn. Skemst að minnast George Tenet sem þurfti að segja af sér.

  Posted December 14, 2005 at 20:56 | Permalink
 4. Ef IKEA stendur sig ekki í djobbinu, djöflast ég þá í öllu IKEA eða stjórnendum þess?

  Ef smá ‘bash’ er nauðsynlegt þá er hér kappi til að agnúast út í.

  Bannað að setja alla undir sama hatt.

  Posted December 14, 2005 at 20:49 | Permalink
 5. Nei, vissulega er hrapið ekki hátt, en smávegis hrap þó.

  Og auðvitað fær leyniþjónustan gjarnan á kjaftinn, enda hafa þeir ekki sýnt sig trúðum verðugri að gegna starfi sínu.

  Posted December 14, 2005 at 20:09 | Permalink
 6. Hehe, sú trú hefur nú aldrei verið sterk svo það verður nú ekki mikið hrap.

  Annars er það ekkert nýtt að leyniþjónustan fái skellinn. Ef mig minnir rétt voru þeir fyrstir til að fá hnefann í kjaftinn eftir innrásina.

  Posted December 14, 2005 at 20:00 | Permalink
 7. Kannski fremur vegna þess hann gerir leyniþjónustuna að blóraböggul, þá kannski heldur hann í eitthvað af fylgi sínu. Þetta á samt ekki eftir að gera annað en skaða fylgi hans meðal sæmilega vel hugsandi fólks. Fari það á annan veg mun ég hafa misst trú mína á Bandaríska alþýðu.

  Posted December 14, 2005 at 18:59 | Permalink
 8. Þetta er langt frá því að vera pólitískt sjálfsmorð, með þessari yfirlýsingu er hann í raun að bjarga frama sínum og gæti hún auðveldlega lyft upp fylgi hans.

  Posted December 14, 2005 at 18:51 | Permalink