Að vakna

Í nótt vaknaði ég við umferðarniðinn frá Sæbrautinni. Það hefur ekki gerst áður og ég skil ekki hvers vegna það heyrðist svona hátt í honum. Nú veit ég að hljóð berst betur í vatni, en varla hefur rignt svo mikið. Ég varð ekki einu sinni var við neina rigningu, hvað þá syndaflóð.