Monthly Archives: April 2005

Hobbitinn Comments Off

Ég kláraði Manngerðirnar í gær og skemmti mér hið besta. Svo las ég ársgamla ritgerð eftir sjálfan mig, Samanburður á norrænni goðafræði og Hringadróttinssögu. Mér finnst hún ekki góð lengur. Orðin samantíningur og kraðak lýsa henni ágætlega. Það er því meiri þörf á Hobbitaritgerð en ég í fyrstu hugði, þ.e. fyrir sjálfan mig. Ég get [...]

Leslistinn Comments Off

Ég mæli með Furðulegu háttalagi hunds um nótt (The Curious Incident of the Dog in the Night-time). Hún er mjög góð. Eitt er slæmt við hana, fyrir utan það sem ég minntist á í síðustu færslu, en margir munu eflaust styrkjast í trú sinni á að allir einhverfir séu góðir í stærðfræði. Sem er bull. [...]

Furðuleg villa í Furðulegu háttalagi Comments Off

Ég hef rekist á nokkra galla í Furðulegu háttalagi hunds um nótt, hver um sig afsakanlegur, en einn er áberandi verstur. Svo virðist vera að sögumaður bókarinnar átti sig ekki almennilega á því hvað hann er gamall, sem væri gjörsamlega fáránlegt, svo sökin liggur annaðhvort hjá þýðanda eða rithöfundi, sem er þó eiginlega ennþá fáránlegra. [...]

Hryllingsútgáfa af Gosa Comments Off

Hugsið ykkur þetta: Mynd um Gosa, Drew Carey leikur Gepetto og hann syngur um að hann langi í börn (versta martröð okkar allra?). Nei, þetta er ekki grín. Þetta er í sjónvarpinu núna.

Hrísateigur 6 Comments Off

Ofarlega á Hrísateignum, við horn hans og Hraunteigs, stóð hús í stórum trjágirtum garði. Grindverkið kringum lóðina var gamalt og fúið og það var húsið raunar augljóslega líka, þótt lítið sæist í það gegnum trjáþykknið. Það sem af garðinum sást var í niðurníðslu.
Fyrir fjórum árum, meðan ég var blaðburðardrengur, þurfti ég að fara með blaðið [...]

111351650242387322 Comments Off

Þetta er einhver sú allra mesta snilld sem ég hef séð lengi! Verðlaunin þennan mann!

Lítil athugun Comments Off

Eine Abhandlung auf den menschlichen Körperfunktionen:
„Wann Mann nicht essen kann, so wird Mann hungrig. Wann Mann nicht schlafen kann, so wird Mann müde, oder so hat der Arzt gesagt“.
Markmiðið með þessu er að sýna fram á tvennt: Annars vegar að einföldustu hlutir hljóma eins og hin merkustu fræði á þýsku. Hins vegar að þýska er [...]

Eftirmálar rannsóknarinnar Comments Off

Við Brynjar fórum í dag og létum binda inn skýrsluna okkar, Um forvarnargildi aðvörunarmiða á neysluvörum: Rannsókn á klassískri skilyrðingu. Hún hefur verið valin til að prýða heimasíðu skólans sem kynningarefni fyrir hugsanlega nýnema. Einnig hefur okkur hlotnast sá heiður að eintak af skýrslunni verður skráð í Gegni og geymt á bókasafni skólans. Þess vegna [...]

Ef það vafðist fyrir einhverjum … Comments Off

Það er æðislegt að fá pakka sendan heim til sín, vitandi að það er bók í honum. Verra er með að opna pakkann, því hann er svo afspyrnu fallegur að helst vildi ég komast hjá því að opna hann, a.m.k. í bráð. Það er jú ekki á hverjum degi sem ég fæ svona fínar bækur [...]

ClearType Comments Off

Ég mæli hiklaust með þessu. Þetta er ný tækni í leturgerð sem gerir það mun þægilegra að lesa texta af skjá og í sumum tilfellum kemur hann m.a.s. betur út á útprenti. Skoðið þetta, í alvöru talað.

Hundar Pavlovs Comments Off

Getur þú framkallað skilyrt viðbrögð hjá hundinum? Spilaðu „Hund Pavlovs“ til að komast að því! Ef hann er of auðveldur má einnig athuga þennan. Frítt sýniseintak er fáanlegt hér.
Hver segir svo að fræðandi tölvuleikir séu ekki skemmtilegir.

Bloggið um veðrið og daginn Comments Off

Magnað alveg hreint að í morgun var snjókoma og fimbulrok en nú er semi-Fensterwetter. Já, þetta var nú ansi ómerkilegt blogg. Þessi dagur orkar raunar allur á mig eins og hann verði ómerkilegasti dagur ævi minnar. Og maður með fyrirframhugmyndir um hvernig dagurinn verður getur ekki vænst annars en að allt gangi eftir; hugmyndir hans [...]

Fyndið Comments Off

„Gunnar Ingvi Birgisson, alþingismaður, hefur verið valinn No Name andlit ársins. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt“.
-Útvarp Baggalútur

Próf og krabbamein Comments Off

Þá er að byrja að læra fyrir félagsfræðiprófið á morgun. Já, ég er svona snjall.
Annars skilst mér af Séð og Heyrt að Brynjar Jón og Rannveig hafi kynnst í gegnum krabbamein. Hver segir svo að krabbamein sé ekki frábært?

Hugdetta Comments Off

Hvenær ætli landsfundur FÍÞ verði? Mig langar nefnilega til að brenna þá inni og vega þá sem út komast með sverði mínu.

Þetta er svo fyndið Comments Off

-Tekið af Baggalúti

Úti í hrauninu lá hann … Comments Off

Ég er að hugsa um að kaupa mér ritsafn Jónasar á morgun. Ég var nefnilega að muna eftir dálitlu, nefnilega léttgreiðslum, þeim mikla lausnara fátækra en bókelskra námsmanna. Sjibbí!!!
Af öðrum skáldum á ég Kristján Jónsson, Stephan G., Þórberg Þórðarson (þó ekki Hvíta hrafna, hvar fæ ég hana?) og Andra Snæ Magnason. Af þessum finnst mér [...]

Einn vinnudagurinn enn Comments Off

Í vinnunni kom maður að mér með gardínustöng og sagði: Er þetta ekki örugglega veiðistöng? Brandararnir sem ég fæ að heyra í vinnunni …
Annars er fyndið að sjá viðmótsbreytingar kúnnanna gagnvart okkur gjaldkerum (gjaldtæknum jafnvel) eftir að við fengum öryggisvörð í búðina. Þeir eru mjög uggandi þegar þau mæta ísköldu augnaráði varðarins. Fólk þorir ekki [...]

Hversdagslegar vangaveltur Comments Off

Það er mikill misskilningur að ég hafi eitthvað merkilegt fram að færa á þessari bloggsíðu, eða fólk almennt á sínum bloggsíðum. Á ég að leitast þess við að orða hlutina öðruvísi, svo lesendur rjúki ekki upp sér til handa og fóta, svo yfir mig dembist holskefla svívirðinga einfaldlega vegna þess að textinn býður upp á [...]

Talíbani? Comments Off

Tíhí, ég veit það er ljótt, en ég get ekki hætt að hlæja að því að forseti Íraks heiti Talabani.

111297758698243097 Comments Off

Æ, en fallegt af leiðtogum óvinaþjóða að takast í hendur. Á morgun halda þeir svo áfram að blammera hver annan, eftir að hafa hvítþvoð hendur sínar upp úr sótthreinsispritti og terpentínu.
Þetta finnst mér bæði eðlilegt og sanngjarnt. Aftur á móti finnst mér það óréttlátt að þvinga frídögum upp á ókristna vegna kristilegra trúarhátíða. Hins vegar [...]

Satanismi á Íslandi Comments Off

Ef allir veldu sér trúflokk eftir eigin breytni væru flestir íslendingar satanistar. Satanismi hefur raunar mætt talsverðum fordómum, líklegast nafnsins vegna, þótt trúarbrögðin feli að öðru leyti í sér enga dýrkun á Satan. Ef kristni boðar sósíalisma án stéttabaráttu má segja að satanismi sé frjálshyggja – gerðu það sem þér sýnist, án þess þó að [...]

Arngrímr lúfa er allr Comments Off

Ég er frjáls! Sannur þræll veit að Tómas frændi hafði það helvíti fínt í samanburði við áþján eigin hárvaxtar, og gólfið hjá hárskerðinum (barbaranum?) var sem frumskógur eftir á. Ég hef áreiðanlega lést um einhver kíló.
Skugga-Baldur eftir S. Jón var góð, en sérstök. Hún er alls ekki við allra hæfi og mér finnst erfitt að [...]

Er Skúli Sjón, eða öfugt, eða hvorugt? Comments Off

Ég er að lesa Sjón, eftir Skugga-Baldur (nei, bíddu …), og það er eins og Skúli hafi skrifað hana. Sannið bara til:
Þetta er merin Rósa. Hún bryður mélin ákaflega. Það eru hennar fætur sem hafa borið þau hingað. Þegar litið er til baka má sjá að fótspor hennar liggja frá prestssetrinu í Dalbotni, niður túnin, [...]

Snjór í apríl Comments Off

Ég held það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi: Það er apríl! Hvaðan kemur þetta andskotans veður?!

Leiðrétting Comments Off

Ég vil leiðrétta þau orð sem ég lét falla í gær að ekkert gott geti komið af stofnanavæddum trúarbrögðum, því þau geta vissulega hjálpað fólki, þó litla upplýsingarmanninum innra með mér finnist að fólk ætti fremur að leita sér annarra meðala. Ég er sammála Marx um að trúarbrögðin séu ópíum fólksins og að þau leiði [...]

Atli Freyr hengir bakara fyrir smið Comments Off

Háæruverðugur Atli Freyr Steinþórsson hefur einnig sitt um málið að segja, en segir í raun og veru ekkert sem ekki hafði áður komið fram í máli hæstvirts Björns Rúnars. Hef ég einnig svarað honum, en leyfi mér að fara yfir nokkra punkta, sem skerpt gætu sýn lesenda á meiningu umdeildrar færslu.
1. Páfinn var góður maður. [...]

Andsvar Comments Off

Jæa, ég hef svarað reiðilestri Björns Rúnars Egilssonar á athugasemdakerfinu. Nú hef ég aldrei haldið því fram að páfi hafi nokkurn tíma setið auðum höndum. Hins vegar hef ég haldið því fram að hann hafi ekki komið miklu til leiðar, þrátt fyrir tilraunir sínar. Það á ekki síður við um hann en aðra friðarpostula. Altént [...]

Dæmi hver fyrir sig Comments Off

Stöku læknir kemur fram og segir að mjólk sé holl og sporni gegn beinþynningu. Landlæknir og líffræðingar segja það kjaftæði.
Stöku læknir kemur fram og segir að amfetamín sé gott fyrir „ofvirk“ börn. Sálfræðingar og flestir geðlæknar segja það bæði siðlaust og kjaftæði.
Ég veit hverjum ég treysti, en það sama á ekki við um alla. Sannleikurinn [...]

Aum meiðzl ins [sic] arma manns Comments Off

Fyrr í dag tókzt mér að reka samskeyti herðablaðs og hverssemtekurvið uppundir bílhurð (já, uppundir!). Ég hef augljóslega hitt á taug, því hreyfigeta vinstri handleggs hefir skerzt lítið eitt og ég finn sársauka jafnt þegar ég hreyfi höndina og hreyfi hana ekki. Það er ekki skemmtilegt, en verra gæti það nú verið, t.a.m. hefði bíllinn [...]