Daily Archives: April 29, 2005

Doctor philosophiae Comments Off

Við Skúli litum við á doktorsvörn Sverris áðan. Nú vitum við hvernig slíkt battarí gengur fyrir sig. Slík vitneskja getur komið metnaðarfullum námsmönnum að góðu haldi í framtíðinni. Alveg væri ég annars til í að upplifa doktorsvörn þar sem andmælt er ex-auditorio. Það væri töff. Annars voru minni átök en ég bjóst við. Ég sá [...]

Undarlegt símtal Comments Off

„Ég er með hugmyndir um sumarvinnu handa þér.“ Svo sagði Emil starfsmannastjóri í símanum fyrir hálfri mínútu. Ég hafði þegar sótt um sumarvinnu í Ikea og Emil vissi það vel. Símtalið var þess vegna undarlegt. Þýðir þetta stöðuhækkun? Hádegi mánudagsins ber svarið í skauti sér.

Bloggað um veginn Comments Off

Ég er örendur á líkama og sál. Hvaðan kemur þessi þreyta?
Mig langar til að skrifa, en ég hef ekkert að segja, svo ég dæli bara í ykkur Lao Tse-legu spakmæli:
Allir óska sér þess einhvern tíma að líf þeirra taki gjörbreytingum og að allt verði eins og best væri á kosið. Þeir sömu missa af hamingjunni, [...]