Daily Archives: April 4, 2005

Aum meiðzl ins [sic] arma manns Comments Off

Fyrr í dag tókzt mér að reka samskeyti herðablaðs og hverssemtekurvið uppundir bílhurð (já, uppundir!). Ég hef augljóslega hitt á taug, því hreyfigeta vinstri handleggs hefir skerzt lítið eitt og ég finn sársauka jafnt þegar ég hreyfi höndina og hreyfi hana ekki. Það er ekki skemmtilegt, en verra gæti það nú verið, t.a.m. hefði bíllinn [...]

Jahérna hér Comments Off

Afsakið síðustu færslu. Ég var pirraður. Svosem ekki við öðru af mér að búast miðað við fréttaflutninginn.
Hvað önnur mál snertir er ég að hugsa um að klára Skugga-Baldur í kvöld og byrja á Curious Incident á morgun.

Mikill var sá páfi Comments Off

Ef síðasti páfi var frjálslyndur þá hlýtur íhaldssemi innan Vatíkansins að teljast til argasta fasisma. Til helstu meintu afreka Jóhannesar Páls er að hafa fellt kommúnismann með frelsun Póllands undan sömu. Ástandið í gömlu kommúnistaríkjumu er ekkert betra, heldur verra, ef eitthvað er í dag en það var þá. Einnig er talað um baráttu hans [...]

Sjálfs míns þversagnir Comments Off

Litli bróðir minn þrætti eitthvað fyrir um meiningu orðsins „lestrarátak“, og taldi tíma vera kominn á Indiana Jones. Ég gerði mér lítið fyrir, ætlaði að ginna greyið í platónska gildru, og spurði pjakkinn hvort hann þekkti meiningu orðanna „lestrarátak“.
-Nei, svaraði hann, og var strax búinn að tapa.
-Lestrarátak þýðir að maður eigi að lesa meira og [...]

Abriß der Psychoanalyse Comments Off

Ég keypti mér Um sálgreiningu eftir Sigmund Freud í dag. Know thine enemy. Ég keypti mér líka Drakúla eftir Bram Stoker. Er hún ekki annars um fyrsta Framsóknarmanninn?